Forstjórar fjölmargra stórfyrirtækja á Bretlandi birta í dag yfirlýsingu í stórblaðinu Times í dag þar sem þeir vara við því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið en þjóðaratkvæðagreiðsla þess efnis verður haldin í sumar.
Forstjórarnir fyrirtækja á borð við BT, Marks og Spencer og Vodafone skrifa undir bréfið og segja að yfirgefi Bretar sambandið muni það draga úr erlendri fjárfestingu í landinu.
Þeir sem tala með hugmyndinni segja hinsvegar að stórar fjárhæðir muni sparast þar sem ekki þurfi að greiða fyrir ónauðsynlegar reglugerðir og alls kyns kostnað sem sambandið leggi á ríkin að nauðsynjalausu.
