„Mig langar að kýla hann í andlitið,“ sagði Trump þegar hann sá að mótmælandinn var brosandi þegar honum var fylgt út. „Í gamla daga hefði hann verið fluttur út í börum.“ Þá sagði Trump við stuðningsmenn sína að það mætti ekki kýla frá sér lengur.
Á vef CNN er bent á að stuðningsmaður Black Lives Matter hafi verið barinn og sparkað var í hann fyrir utan kosningafund Trump í haust.
Myndband af ummælum Trump má sjá hér að neðan.