Lækkandi olíuverð veldur EKKI hruni á verðbréfamörkuðum Lars Christensen skrifar 24. febrúar 2016 09:45 Undanfarið hefur verið samsvörun á milli olíuverðs og verðbréfaverðs – verðbréfamarkaðir hafa haft tilhneigingu til að falla sömu daga og olíuverð hefur fallið. Þetta hefur fengið marga – bæði hagfræðilega álitsgjafa og blaðamenn – til að álykta að olíuverðið hafi stjórnað verðbréfamörkuðunum. Allir hagfræðingar og tölfræðingar vita hins vegar að samsvörun og orsök eru ekki það sama. Þótt tvennt aukist á sama tíma getur maður ekki dregið þá ályktun að annað hafi ákvarðað hitt. Þetta á líka við hvað varðar olíuverð og verðbréfaverð, og þannig getur maður ekki strax dregið þá ályktun að það sé lækkandi olíuverð sem hafi valdið því að verðbréf hafa lækkað í verði. Þegar maður skoðar verðfall – hvort sem um olíuverð eða hlutabréfaverð er að ræða – er gott að muna að verðið getur fallið af tveim ástæðum. Annaðhvort hefur eftirspurnin dregist saman eða framboðið hefur aukist. Ef við lítum á þetta með tilliti til olíuverðs, þá hefur olíuverðið lækkað annaðhvort vegna þess að Sádi-Arabía hefur aukið framleiðslu sína og Íran er aftur komið á heimsmarkaðinn (það er framboðsrykkur) eða vegna þess að hægt hefur á hagvexti í Kína og Seðlabanki Bandaríkjanna er byrjaður að herða peningamálastefnu sína (þetta er eftirspurnarhnykkur). Þess vegna getum við ekki, bara með því að fylgjast með lækkandi olíuverði, ályktað af hverju olíuverð hefur lækkað. Stundum er það augljóst, en oft liggur það ekki í augum uppi.Eftirspurnin er sökudólgurinn Lítum á bandaríska verðbréfamarkaðinn svo við getum komist að því af hverju olíuverðið lækkar í raun og veru. Samkvæmt viðurkenndum kennslubókum í hagfræði er lækkun á olíuverði góð fyrir bandaríska hagkerfið og þess vegna fyrir tekjur bandarískra fyrirtækja. Það þýðir líka að ef olíuverð lækkar ættum við að gera ráð fyrir að verðbréf hækki. Það er bara ekki það sem hefur gerst undanfarið.Böndin berast að Seðlabanka Bandaríkjanna Í maí 2013 tilkynnti þáverandi seðlabankastjóri, Ben Bernanke, að Seðlabankinn myndi smám saman byrja að draga úr svokallaðri magnbundinni íhlutun, og eftir að Janet Yellen varð seðlabankastjóri snemma árs 2014 hefur orðið æ ljósara að Seðlabankinn myndi byrja að hækka stýrivexti. Við fengum fyrstu vaxtahækkunina í desember, en markaðirnir höfðu þegar gert ráð fyrir vaxtahækkun í nokkurn tíma, sem hefur einnig valdið hækkun dollarans á síðustu tveim árum. Þannig hefur Seðlabanki Bandaríkjanna í raun og veru hert peningamálastefnu sína síðan um mitt ár 2014, og það er þess vegna sem bæði olíuverð og verð á verðbréfamörkuðum hafa fallið fram af bjargbrúninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Undanfarið hefur verið samsvörun á milli olíuverðs og verðbréfaverðs – verðbréfamarkaðir hafa haft tilhneigingu til að falla sömu daga og olíuverð hefur fallið. Þetta hefur fengið marga – bæði hagfræðilega álitsgjafa og blaðamenn – til að álykta að olíuverðið hafi stjórnað verðbréfamörkuðunum. Allir hagfræðingar og tölfræðingar vita hins vegar að samsvörun og orsök eru ekki það sama. Þótt tvennt aukist á sama tíma getur maður ekki dregið þá ályktun að annað hafi ákvarðað hitt. Þetta á líka við hvað varðar olíuverð og verðbréfaverð, og þannig getur maður ekki strax dregið þá ályktun að það sé lækkandi olíuverð sem hafi valdið því að verðbréf hafa lækkað í verði. Þegar maður skoðar verðfall – hvort sem um olíuverð eða hlutabréfaverð er að ræða – er gott að muna að verðið getur fallið af tveim ástæðum. Annaðhvort hefur eftirspurnin dregist saman eða framboðið hefur aukist. Ef við lítum á þetta með tilliti til olíuverðs, þá hefur olíuverðið lækkað annaðhvort vegna þess að Sádi-Arabía hefur aukið framleiðslu sína og Íran er aftur komið á heimsmarkaðinn (það er framboðsrykkur) eða vegna þess að hægt hefur á hagvexti í Kína og Seðlabanki Bandaríkjanna er byrjaður að herða peningamálastefnu sína (þetta er eftirspurnarhnykkur). Þess vegna getum við ekki, bara með því að fylgjast með lækkandi olíuverði, ályktað af hverju olíuverð hefur lækkað. Stundum er það augljóst, en oft liggur það ekki í augum uppi.Eftirspurnin er sökudólgurinn Lítum á bandaríska verðbréfamarkaðinn svo við getum komist að því af hverju olíuverðið lækkar í raun og veru. Samkvæmt viðurkenndum kennslubókum í hagfræði er lækkun á olíuverði góð fyrir bandaríska hagkerfið og þess vegna fyrir tekjur bandarískra fyrirtækja. Það þýðir líka að ef olíuverð lækkar ættum við að gera ráð fyrir að verðbréf hækki. Það er bara ekki það sem hefur gerst undanfarið.Böndin berast að Seðlabanka Bandaríkjanna Í maí 2013 tilkynnti þáverandi seðlabankastjóri, Ben Bernanke, að Seðlabankinn myndi smám saman byrja að draga úr svokallaðri magnbundinni íhlutun, og eftir að Janet Yellen varð seðlabankastjóri snemma árs 2014 hefur orðið æ ljósara að Seðlabankinn myndi byrja að hækka stýrivexti. Við fengum fyrstu vaxtahækkunina í desember, en markaðirnir höfðu þegar gert ráð fyrir vaxtahækkun í nokkurn tíma, sem hefur einnig valdið hækkun dollarans á síðustu tveim árum. Þannig hefur Seðlabanki Bandaríkjanna í raun og veru hert peningamálastefnu sína síðan um mitt ár 2014, og það er þess vegna sem bæði olíuverð og verð á verðbréfamörkuðum hafa fallið fram af bjargbrúninni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun