Tiger Woods svarar fréttum um slæmt ástand með myndbandi á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 15:15 Tiger Woods. Vísir/Getty Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á Twitter. Það hafði lítið heyrst af Tiger síðustu mánuði en í upphafi vikunnar kom fram orðrómur um að bakmeiðsli hans væri mun alvarlegri en áður hafði komið fram. Golfblaðamaðurinn Robert Lusetich og Secret Tour Pro á twitter sögðu frá því að Tiger gæti varla hreyft sig vegna bakverkja sem og að hann gæti ekki setið í bíl. Það kom síðan í ljós að ekki væri mikið af marka þessar fréttir en Tiger ákvað samt að sýna stuðningsmönnum sínum og öðru golfáhugafólki að það væri allt í lagi með sig.Ekki unnið risamót frá 2008 Tiger setti inn myndband af sér í golfhermi þar sem sést að sveiflan hans er í fínu lagi. Tiger tók síðast þátt í golfmóti í ágúst síðastliðnum en hann hefur farið í tvær bakaðgerðir síðan. Woods sýndi sig líka í kvöldverði í gær með öðrum kylfingum í Nike-liðinu og hefur því jarðað allan orðróm um slæma stöðu á bakinu sínu. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en hann hefur ekki unnið slíkt mót síðan árið 2008. Jack Nicklaus á metið en hann hefur enn fjögurra risatitla forskot á Woods. Það er hægt að sjá Tiger Woods svara þessum orðrómi um bakið sitt hér fyrir neðan.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW— Tiger Woods (@TigerWoods) 24 February 2016 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á Twitter. Það hafði lítið heyrst af Tiger síðustu mánuði en í upphafi vikunnar kom fram orðrómur um að bakmeiðsli hans væri mun alvarlegri en áður hafði komið fram. Golfblaðamaðurinn Robert Lusetich og Secret Tour Pro á twitter sögðu frá því að Tiger gæti varla hreyft sig vegna bakverkja sem og að hann gæti ekki setið í bíl. Það kom síðan í ljós að ekki væri mikið af marka þessar fréttir en Tiger ákvað samt að sýna stuðningsmönnum sínum og öðru golfáhugafólki að það væri allt í lagi með sig.Ekki unnið risamót frá 2008 Tiger setti inn myndband af sér í golfhermi þar sem sést að sveiflan hans er í fínu lagi. Tiger tók síðast þátt í golfmóti í ágúst síðastliðnum en hann hefur farið í tvær bakaðgerðir síðan. Woods sýndi sig líka í kvöldverði í gær með öðrum kylfingum í Nike-liðinu og hefur því jarðað allan orðróm um slæma stöðu á bakinu sínu. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en hann hefur ekki unnið slíkt mót síðan árið 2008. Jack Nicklaus á metið en hann hefur enn fjögurra risatitla forskot á Woods. Það er hægt að sjá Tiger Woods svara þessum orðrómi um bakið sitt hér fyrir neðan.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW— Tiger Woods (@TigerWoods) 24 February 2016
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira