Nissan lokar Leaf appi vegna tíðra árása Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 10:34 NissanConnect EV appinu hefur verið lokað tímabundið. Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent