Nissan lokar Leaf appi vegna tíðra árása Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 10:34 NissanConnect EV appinu hefur verið lokað tímabundið. Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent
Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent