Bætt fjármögnun háskóla er forsenda framfara Jón Atli Benediktsson skrifar 26. febrúar 2016 17:04 Fyrir skemmstu brautskráði Háskóli Íslands ríflega fjögur hundruð kandídata úr grunn- og framhaldsnámi og bættast þeir þar með í hóp þúsunda kandídata sem lokið hafa námi frá skólanum á undanförnum árum. Brautskráning markar tímamót í lífi sérhvers nemanda en hún er lokaskrefið í átt að markmiði sem nemandi hefur sett sér og unnið markvisst að um árabil, því persónulega markmiði að bæta við sig þekkingu, tileinka sér hæfni og auka víðsýni. En það má líka snúa þessu við og segja að brautskráningin marki fyrsta skrefið í vegferð nemandans út í lífið með nýja þekkingu og ný viðhorf í farteskinu; kunnáttu og hæfni sem nýtist nemandanum vitaskuld persónulega, og auðgar líf hans, en skapar jafnframt aukin verðmæti fyrir samfélagið allt. Þannig er menntun máttur og framlag þeirra sem ljúka háskólanámi mun eiga drjúgan þátt í að auka velsæld í samfélaginu í framtíðinni.Ný stefna Háskóla Íslands Háskóli Íslands þjónar íslensku samfélagi sem fóstrar hann. Um þessar mundir leggjum við lokahönd á stefnu skólans til næstu fimm ára sem mun bera yfirskriftina „Öflugur háskóli – farsælt samfélag“. Gildi Háskóla Íslands eru akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Markmið skólans er að bjóða ávallt upp á prófgráður sem standast alþjóðleg gæðaviðmið og vaxandi samkeppni við erlenda háskóla. Háskóli Íslands gegnir þannig lykilhlutverki í uppbyggingu þekkingarsamfélags á Íslandi. Hann e r afkastamesta vísindastofnun landsins, leiðandi í menntun fagfólks á fjölmörgum fræðasviðum, í virkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og með djúpar rætur í menningu og sögu landsins. Þessi tengsl við íslenskt atvinnu- og þjóðlíf viljum við rækta með markvissum hætti á næstu árum til að efla gæði námsins og til að tryggja að áhrifa skólans til góðs gæti sem víðast í samfélaginu.Víðtækt samstarf Háskólinn er í nánu samstarfi við helstu háskóla og rannsóknastofnanir víða um lönd og birtist styrkur hans sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli í sterkri stöðu hans á matslistum yfir fremstu háskóla heims. Það er ekki að ástæðulausu sem við kostum kapps um að tryggja stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Sterk staða skólans í alþjóðlegu samhengi skapar ótal tækifæri fyrir nemendur og kennara skólans, laðar fremstu vísindamenn heims til samstarfs við okkur, og er forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið alls hins besta sem alþjóðlegt fræðasamfélag hefur upp á að bjóða.Hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt Forsenda þess að Háskóli Íslands nái að sækja fram á næstu árum og efla farsæld í íslensku samfélagi er að fjármögnun skólans verði hliðstæð við fjármögnun norrænna háskóla. Grunnfjármögnun háskóla skiptir meginmáli þegar sótt er fram, en yfirlýst stefna stjórnvalda er að bæta fjármögnun háskólakerfisins hér á landi á næstu árum. Því fögnum við hjá Háskóla Íslands. Háskólar á Íslandi standa samanburðarskólum á Norðurlöndum og í öðrum ríkjum OECD langt að baki þegar kemur að opinberum fjárframlögum. Og bilið hefur því miður breikkað á undanförnum árum. Ég fullyrði að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt, en erlendar og innlendar úttektir hafa ítrekað staðfest að Háskóli Íslands er afar skilvirk og vel rekin stofnun. Óeigingjarnt framlag starfsfólks og þrautseigja við oft erfiðar aðstæður hefur stuðlað að hagkvæmni í rekstri og tryggt gæði háskólastarfsins. En við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Stjórnvöld verða því að forgangsraða í þágu háskólastigsins. Ekki nægir að standa vörð um það sem áunnist hefur, sækja þarf fram, ekki síst í rannsóknum. Rannsóknir hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér, en þær eru um leið undirstaða bættrar kennslu, þær dýpka námið, fróðleiksþorsti nemenda eykst og sjóndeildarhringur þeirra víkkar þegar þeir verða vitni að því hvernig ný þekking verður til og taka þátt í öflun hennar. Rannsóknir eru einnig grundvöllur bættra lífskjara, þeim fylgja iðulega hagnýtar uppgötvanir í ólíkum fræðigreinum og þekkingarsköpunin leiðir til nýrra fyrirtækja og nýrra starfa.Gildi prófgráða og reynsla Að undanförnu hefur verið nokkuð rætt á opinberum vettvangi um gildi prófgráða og því m.a. verið haldið fram að háskólagráðan hafi gengisfallið. Fyrirtæki vilji meiri fjölbreytni og reynsla sé vanmetin. Ég vísa því á bug að háskólagráður séu almennt ofmetnar. Steinn Steinarr sagði eitt sinn, þegar hann vildi lýsa efasemdum um gildi prófgráða: „Kaffihúsin eru minn háskóli“. Þau orð kunna að vera til marks um gæði kaffihúsa á hans tíma en þau segja okkur harla lítið um eðli alhliða háskóla sem stendur í gagnvirkum tengslum við öll svið mannlífsins. Prófgráður eru mikilvægari en nokkru sinni bæði fyrir nemendur og samfélagið allt. Prófgráða frá háskóla er ekki aðeins til vitnis um þjálfun á tilteknu sviði og aukna þekkingu. Hún er um leið vitnisburður um öguð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Háskólar verða að uppfylla ströng alþjóðleg gæðaviðmið og háskólagráðan er þannig gæðastimpill sem opnar fjölmargar dyr út í þjóðfélagið og umheiminn. Við þurfum ævinlega að vera á varðbergi gagnvart þeim sem vilja gera lítið úr gildi æðri menntunar. Með þessu er ég alls ekki kasta rýrð á gildi reynslunnar; hún skiptir vissulega máli og þegar fyrirtæki og stofnanir ráða starfsfólk verða þau að vega og meta hvaða prófgráða og hvers konar reynsla hæfir best starfinu sem í boði er. En ég get á hinn bóginn fullyrt að með því að ljúka háskólanámi afla nemendur sér ekki aðeins nýrrar þekkingar og verða þannig verðmætari fyrir samfélagið, heldur hafa þeir tekist á við og lokið stóru verkefni sem útheimtir fyrirhyggju, eljusemi og þrautseigju. Sú reynsla er dýrmætt veganesti út í lífið um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu brautskráði Háskóli Íslands ríflega fjögur hundruð kandídata úr grunn- og framhaldsnámi og bættast þeir þar með í hóp þúsunda kandídata sem lokið hafa námi frá skólanum á undanförnum árum. Brautskráning markar tímamót í lífi sérhvers nemanda en hún er lokaskrefið í átt að markmiði sem nemandi hefur sett sér og unnið markvisst að um árabil, því persónulega markmiði að bæta við sig þekkingu, tileinka sér hæfni og auka víðsýni. En það má líka snúa þessu við og segja að brautskráningin marki fyrsta skrefið í vegferð nemandans út í lífið með nýja þekkingu og ný viðhorf í farteskinu; kunnáttu og hæfni sem nýtist nemandanum vitaskuld persónulega, og auðgar líf hans, en skapar jafnframt aukin verðmæti fyrir samfélagið allt. Þannig er menntun máttur og framlag þeirra sem ljúka háskólanámi mun eiga drjúgan þátt í að auka velsæld í samfélaginu í framtíðinni.Ný stefna Háskóla Íslands Háskóli Íslands þjónar íslensku samfélagi sem fóstrar hann. Um þessar mundir leggjum við lokahönd á stefnu skólans til næstu fimm ára sem mun bera yfirskriftina „Öflugur háskóli – farsælt samfélag“. Gildi Háskóla Íslands eru akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Markmið skólans er að bjóða ávallt upp á prófgráður sem standast alþjóðleg gæðaviðmið og vaxandi samkeppni við erlenda háskóla. Háskóli Íslands gegnir þannig lykilhlutverki í uppbyggingu þekkingarsamfélags á Íslandi. Hann e r afkastamesta vísindastofnun landsins, leiðandi í menntun fagfólks á fjölmörgum fræðasviðum, í virkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og með djúpar rætur í menningu og sögu landsins. Þessi tengsl við íslenskt atvinnu- og þjóðlíf viljum við rækta með markvissum hætti á næstu árum til að efla gæði námsins og til að tryggja að áhrifa skólans til góðs gæti sem víðast í samfélaginu.Víðtækt samstarf Háskólinn er í nánu samstarfi við helstu háskóla og rannsóknastofnanir víða um lönd og birtist styrkur hans sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli í sterkri stöðu hans á matslistum yfir fremstu háskóla heims. Það er ekki að ástæðulausu sem við kostum kapps um að tryggja stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Sterk staða skólans í alþjóðlegu samhengi skapar ótal tækifæri fyrir nemendur og kennara skólans, laðar fremstu vísindamenn heims til samstarfs við okkur, og er forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið alls hins besta sem alþjóðlegt fræðasamfélag hefur upp á að bjóða.Hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt Forsenda þess að Háskóli Íslands nái að sækja fram á næstu árum og efla farsæld í íslensku samfélagi er að fjármögnun skólans verði hliðstæð við fjármögnun norrænna háskóla. Grunnfjármögnun háskóla skiptir meginmáli þegar sótt er fram, en yfirlýst stefna stjórnvalda er að bæta fjármögnun háskólakerfisins hér á landi á næstu árum. Því fögnum við hjá Háskóla Íslands. Háskólar á Íslandi standa samanburðarskólum á Norðurlöndum og í öðrum ríkjum OECD langt að baki þegar kemur að opinberum fjárframlögum. Og bilið hefur því miður breikkað á undanförnum árum. Ég fullyrði að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt, en erlendar og innlendar úttektir hafa ítrekað staðfest að Háskóli Íslands er afar skilvirk og vel rekin stofnun. Óeigingjarnt framlag starfsfólks og þrautseigja við oft erfiðar aðstæður hefur stuðlað að hagkvæmni í rekstri og tryggt gæði háskólastarfsins. En við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Stjórnvöld verða því að forgangsraða í þágu háskólastigsins. Ekki nægir að standa vörð um það sem áunnist hefur, sækja þarf fram, ekki síst í rannsóknum. Rannsóknir hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér, en þær eru um leið undirstaða bættrar kennslu, þær dýpka námið, fróðleiksþorsti nemenda eykst og sjóndeildarhringur þeirra víkkar þegar þeir verða vitni að því hvernig ný þekking verður til og taka þátt í öflun hennar. Rannsóknir eru einnig grundvöllur bættra lífskjara, þeim fylgja iðulega hagnýtar uppgötvanir í ólíkum fræðigreinum og þekkingarsköpunin leiðir til nýrra fyrirtækja og nýrra starfa.Gildi prófgráða og reynsla Að undanförnu hefur verið nokkuð rætt á opinberum vettvangi um gildi prófgráða og því m.a. verið haldið fram að háskólagráðan hafi gengisfallið. Fyrirtæki vilji meiri fjölbreytni og reynsla sé vanmetin. Ég vísa því á bug að háskólagráður séu almennt ofmetnar. Steinn Steinarr sagði eitt sinn, þegar hann vildi lýsa efasemdum um gildi prófgráða: „Kaffihúsin eru minn háskóli“. Þau orð kunna að vera til marks um gæði kaffihúsa á hans tíma en þau segja okkur harla lítið um eðli alhliða háskóla sem stendur í gagnvirkum tengslum við öll svið mannlífsins. Prófgráður eru mikilvægari en nokkru sinni bæði fyrir nemendur og samfélagið allt. Prófgráða frá háskóla er ekki aðeins til vitnis um þjálfun á tilteknu sviði og aukna þekkingu. Hún er um leið vitnisburður um öguð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Háskólar verða að uppfylla ströng alþjóðleg gæðaviðmið og háskólagráðan er þannig gæðastimpill sem opnar fjölmargar dyr út í þjóðfélagið og umheiminn. Við þurfum ævinlega að vera á varðbergi gagnvart þeim sem vilja gera lítið úr gildi æðri menntunar. Með þessu er ég alls ekki kasta rýrð á gildi reynslunnar; hún skiptir vissulega máli og þegar fyrirtæki og stofnanir ráða starfsfólk verða þau að vega og meta hvaða prófgráða og hvers konar reynsla hæfir best starfinu sem í boði er. En ég get á hinn bóginn fullyrt að með því að ljúka háskólanámi afla nemendur sér ekki aðeins nýrrar þekkingar og verða þannig verðmætari fyrir samfélagið, heldur hafa þeir tekist á við og lokið stóru verkefni sem útheimtir fyrirhyggju, eljusemi og þrautseigju. Sú reynsla er dýrmætt veganesti út í lífið um ókomin ár.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun