Garcia og Scott deila forskotinu | Sjáðu fjórfalda skollann hjá Scott Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 12:00 Adam Scott lék manna best í gær. Vísir/Getty Sergio Garcia og Adam Scott deila forskotinu fyrir lokadag Honda Classic mótsins en Rickie Fowler sem leiddi eftir tvo hringi er fimm höggum á eftir forystumönnunum. Fowler sem lék óaðfinnanlegt golf á fyrstu tveimur hringjunum án þess að fá skolla náði sér aldrei á strik á þriðja hringnum. Fékk hann þrjá skolla á fyrri níu holum dagsins og einn á seinni níu og lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Garcia og Scott nýttu sér það og náðu fjögurra högga forskoti á toppnum en sá spænski byrjaði gærdaginn af krafti. Fékk hann fjóra fugla á fyrri níu holunum en honum tókst að bjarga seinni níu holunum með fugli á 18. holu eftir að hafa fengið tvo skolla á seinni níu og lauk hann leik á þremur höggum undir pari í gær. Adam Scott átti einn besta hring gærdagsins þegar hann kom inn á fjórum höggum undir pari þrátt fyrir að hafa nælt í fjórfaldan skolla á 15. holu vallarins. Scott var á sjö höggum undir pari á deginum þegar hann steig inn á 15. teig, par 3 holu en þar gerði hann afdrifarík mistök. Scott setti teighöggið ofan í vatnið við flötina en hann virtist lítið hafa lært af þessu. Næsta skot fór aftur í vatnið og tók Scott því 5. höggið af teignum. Það rataði inn á flötina en Scott neyddist til að tvípútta fyrir fjórföldum skolla. Ótrúlegt hjá einum af bestu kylfingum heims en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan. Scott tókst þó aðeins að bæta upp fyrir þetta á 17. holu þegar hann krækti í fugl á par 3 holu til þess að ljúka leik á fjórum höggum undir pari og alls níu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Lokadagur Honda Classic mótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. Golf Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Sergio Garcia og Adam Scott deila forskotinu fyrir lokadag Honda Classic mótsins en Rickie Fowler sem leiddi eftir tvo hringi er fimm höggum á eftir forystumönnunum. Fowler sem lék óaðfinnanlegt golf á fyrstu tveimur hringjunum án þess að fá skolla náði sér aldrei á strik á þriðja hringnum. Fékk hann þrjá skolla á fyrri níu holum dagsins og einn á seinni níu og lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Garcia og Scott nýttu sér það og náðu fjögurra högga forskoti á toppnum en sá spænski byrjaði gærdaginn af krafti. Fékk hann fjóra fugla á fyrri níu holunum en honum tókst að bjarga seinni níu holunum með fugli á 18. holu eftir að hafa fengið tvo skolla á seinni níu og lauk hann leik á þremur höggum undir pari í gær. Adam Scott átti einn besta hring gærdagsins þegar hann kom inn á fjórum höggum undir pari þrátt fyrir að hafa nælt í fjórfaldan skolla á 15. holu vallarins. Scott var á sjö höggum undir pari á deginum þegar hann steig inn á 15. teig, par 3 holu en þar gerði hann afdrifarík mistök. Scott setti teighöggið ofan í vatnið við flötina en hann virtist lítið hafa lært af þessu. Næsta skot fór aftur í vatnið og tók Scott því 5. höggið af teignum. Það rataði inn á flötina en Scott neyddist til að tvípútta fyrir fjórföldum skolla. Ótrúlegt hjá einum af bestu kylfingum heims en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan. Scott tókst þó aðeins að bæta upp fyrir þetta á 17. holu þegar hann krækti í fugl á par 3 holu til þess að ljúka leik á fjórum höggum undir pari og alls níu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Lokadagur Honda Classic mótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti