Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Vísir/vilhelm „Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum. Borgunarmálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum.
Borgunarmálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira