Tekjur af þjórfé aukast vegna ferðamanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 14:00 Gestir veitingastaðanna spyrja oft þjónana um reglur varðandi þjórfé. Fréttablaðið/Heiða Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira