Dómstjóri geti ekki tekið mál af dómara þegar því hefur verið úthlutað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 09:49 Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af ákærðu í Aurum-málinu. vísir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, segir það ekki á valdi dómstjóra að taka mál af dómara þegar búið er að úthluta honum því þar sem slíkt fyrirkomulag myndi brjóta gegn sjálfstæði dómsvaldsins. Dómstjóri væri þá kominn í aðstöðu til að hafa meiri áhrif á mál en eðlilegt geti talist. Greint var frá því í liðinni viku að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði skorað á dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Ingimund Einarsson, um að draga til baka skipun Símonar Sigvaldasonar, dómara, í fjölskipaðan dóm á Aurum-málinu þar sem Jón Ásgeir er einn ákærðu. Í bókun sem lögð var fram við fyrirtöku í málinu á fimmtudag kemur meðal annars fram að Jón Ásgeir telur sig mega efast um óhlutdrægni Símonar, meðal annars vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins af fyrirtæki sem er í eigu eiginkonu dómarans en Fréttablaðið er að stærstum hluta í eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálmadóttur, eins og segir í bókuninni.Sjá einnig: Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Skúli segir það ekki óalgengt að það komi fram kröfur um að dómari víki sæti og þá séu ýmsar ástæður færðar fram. „Það má samt segja að þær ástæður sem nefndar eru í þessu máli séu óvenjulegar en þegar litið er yfir dóma- og úrskurðaframkvæmd um vanhæfi þá kennir nú ýmissa grasa,“ segir Skúli. Aðspurður hvort eðlilegra væri að setja fram formlega kröfu um að dómarinn víki vegna vanhæfis segir Skúli: „Já, ef menn telja að dómari sé vanhæfur þá er að sjálfsögðu eðlilegt að menn setji fram þá kröfu. Hins vegar er það vel þekkt að í stað þess að fram komi bein krafa þá setji menn fram athugasemdir eða ábendingar til dómarans um að skoða nú sjálfur hvort að hann telji sig vera hæfan til að fara með málið. Ef að hann metur það síðan sem svo að hann sé hæfur til að fara með málið þá er hægt að taka þetta lengra og setja fram formlega kröfu en það má gera á öllum stigum málsins.“ Samkvæmt lögum metur dómarinn sjálfur hæfi sitt en í fjölskipuðum dómi, líkt og í Aurum-málinu, er það dómsformaður sem metur hæfi meðdómaranna en það hefur vægast sagt staðið styr um dómarana í þessu tiltekna sakamáli. Upphaflega var dæmt í því í júní 2014 þar sem sakborningarnir voru allir sýknaðir. Hæstiréttur ómerkti hins vegar þann dóm þar sem hann mat sérfróðan meðdómara í málinu vanhæfan. Í kjölfarið á ómerkingunni fór saksóknari fram á að dómsformaðurinn, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis og féllst Hæstiréttur á það. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en það er Barbara Björnsdóttir. Dómstjóri skipaði síðan þau Símon og Hrefnu Sigríði Briem, sérfróðan meðdómara, í dóminn en einn hinna ákærðu, Bjarni Jóhannesson, mótmælti því að Arngrímur Ísberg færi úr dómnum fyrir Símon. Hann lagði fram kröfu þess efnis að dómsformaður myndi virða þá ákvörðun dómstjórans að vettugi en dómsformaðurinn hafnaði kröfunni. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem vísaði kærunni frá. Við fyrirtöku í málinu í síðustu viku fór Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fram á að Hrefna Sigríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis en málflutningur um þá kröfu fer fram á föstudaginn. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. október 2015 11:09 Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, segir það ekki á valdi dómstjóra að taka mál af dómara þegar búið er að úthluta honum því þar sem slíkt fyrirkomulag myndi brjóta gegn sjálfstæði dómsvaldsins. Dómstjóri væri þá kominn í aðstöðu til að hafa meiri áhrif á mál en eðlilegt geti talist. Greint var frá því í liðinni viku að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði skorað á dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Ingimund Einarsson, um að draga til baka skipun Símonar Sigvaldasonar, dómara, í fjölskipaðan dóm á Aurum-málinu þar sem Jón Ásgeir er einn ákærðu. Í bókun sem lögð var fram við fyrirtöku í málinu á fimmtudag kemur meðal annars fram að Jón Ásgeir telur sig mega efast um óhlutdrægni Símonar, meðal annars vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins af fyrirtæki sem er í eigu eiginkonu dómarans en Fréttablaðið er að stærstum hluta í eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálmadóttur, eins og segir í bókuninni.Sjá einnig: Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Skúli segir það ekki óalgengt að það komi fram kröfur um að dómari víki sæti og þá séu ýmsar ástæður færðar fram. „Það má samt segja að þær ástæður sem nefndar eru í þessu máli séu óvenjulegar en þegar litið er yfir dóma- og úrskurðaframkvæmd um vanhæfi þá kennir nú ýmissa grasa,“ segir Skúli. Aðspurður hvort eðlilegra væri að setja fram formlega kröfu um að dómarinn víki vegna vanhæfis segir Skúli: „Já, ef menn telja að dómari sé vanhæfur þá er að sjálfsögðu eðlilegt að menn setji fram þá kröfu. Hins vegar er það vel þekkt að í stað þess að fram komi bein krafa þá setji menn fram athugasemdir eða ábendingar til dómarans um að skoða nú sjálfur hvort að hann telji sig vera hæfan til að fara með málið. Ef að hann metur það síðan sem svo að hann sé hæfur til að fara með málið þá er hægt að taka þetta lengra og setja fram formlega kröfu en það má gera á öllum stigum málsins.“ Samkvæmt lögum metur dómarinn sjálfur hæfi sitt en í fjölskipuðum dómi, líkt og í Aurum-málinu, er það dómsformaður sem metur hæfi meðdómaranna en það hefur vægast sagt staðið styr um dómarana í þessu tiltekna sakamáli. Upphaflega var dæmt í því í júní 2014 þar sem sakborningarnir voru allir sýknaðir. Hæstiréttur ómerkti hins vegar þann dóm þar sem hann mat sérfróðan meðdómara í málinu vanhæfan. Í kjölfarið á ómerkingunni fór saksóknari fram á að dómsformaðurinn, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis og féllst Hæstiréttur á það. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en það er Barbara Björnsdóttir. Dómstjóri skipaði síðan þau Símon og Hrefnu Sigríði Briem, sérfróðan meðdómara, í dóminn en einn hinna ákærðu, Bjarni Jóhannesson, mótmælti því að Arngrímur Ísberg færi úr dómnum fyrir Símon. Hann lagði fram kröfu þess efnis að dómsformaður myndi virða þá ákvörðun dómstjórans að vettugi en dómsformaðurinn hafnaði kröfunni. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem vísaði kærunni frá. Við fyrirtöku í málinu í síðustu viku fór Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fram á að Hrefna Sigríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis en málflutningur um þá kröfu fer fram á föstudaginn.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. október 2015 11:09 Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. október 2015 11:09
Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17
Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18
Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. 13. nóvember 2015 14:51