Býður uppskriftir fyrir sykurlausan lífstíl Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 13:26 Júlía Magnúsdóttir hjá Lifðu til fulls hvetur fólk til að sleppa sykri í tvær vikur. Myndir/Lifðu til fulls Tæplega tuttugu þúsund manns hafa nú skráð sig til þátttöku í átakinu „Sykurlaus í fjórtán daga“ á heimasíðunni Lifðu til fulls. Átakið hófst á mánudag og er markmiðið, líkt og heitið gefur til kynna, að borða ekki hvítan sykur í fjórtán daga, eða til 22. febrúar næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem átakið er haldið. Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi Lifðu til fulls, segir það hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. „Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum,“ segir hún. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftarnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur er algengt að sykurþörfin hafi minnkað til muna.“ Júlía segist vilja sýna fram á að það að sleppa sykri sé ekki eins mikið mál og margir haldi. „Sykurneysla okkar Íslendinga hefur aukist gríðarlega síðustu ár og samhliða því hækka tölur um offitu og sykursýki 2, til dæmis,“ segir hún. „Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þónokkur ár núna. Mér hefur sannarlega aldrei liðið betur eftir að ég sleppti honum.“ Hægt er að skrá sig til þátttöku, sem er ókeypis, á heimasíðu Lifðu til fulls. Hér fyrir neðan fylgir ein uppskrift frá Júlíu að sykurlausum grænum drykk fyrir tvo.4 lúkur af blaðgrænu (spínati eða lambhagasalati)1/2 gúrka1 lífrænt epli1 banani eða 1 avókadó6 msk sítrónusafi5 msk chia fræ1 msk möndlusmjör4 bollar möndlumjólkSetjið allt í blandara og hrærið. Bætið við 1-2 dropum af steviu fyrir sætara bragð. Drykkir Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Tæplega tuttugu þúsund manns hafa nú skráð sig til þátttöku í átakinu „Sykurlaus í fjórtán daga“ á heimasíðunni Lifðu til fulls. Átakið hófst á mánudag og er markmiðið, líkt og heitið gefur til kynna, að borða ekki hvítan sykur í fjórtán daga, eða til 22. febrúar næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem átakið er haldið. Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi Lifðu til fulls, segir það hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. „Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum,“ segir hún. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftarnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur er algengt að sykurþörfin hafi minnkað til muna.“ Júlía segist vilja sýna fram á að það að sleppa sykri sé ekki eins mikið mál og margir haldi. „Sykurneysla okkar Íslendinga hefur aukist gríðarlega síðustu ár og samhliða því hækka tölur um offitu og sykursýki 2, til dæmis,“ segir hún. „Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þónokkur ár núna. Mér hefur sannarlega aldrei liðið betur eftir að ég sleppti honum.“ Hægt er að skrá sig til þátttöku, sem er ókeypis, á heimasíðu Lifðu til fulls. Hér fyrir neðan fylgir ein uppskrift frá Júlíu að sykurlausum grænum drykk fyrir tvo.4 lúkur af blaðgrænu (spínati eða lambhagasalati)1/2 gúrka1 lífrænt epli1 banani eða 1 avókadó6 msk sítrónusafi5 msk chia fræ1 msk möndlusmjör4 bollar möndlumjólkSetjið allt í blandara og hrærið. Bætið við 1-2 dropum af steviu fyrir sætara bragð.
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira