Fréttir af Error 53 byggðar á misskilningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2016 14:54 Tómas Kristjánson, framkvæmdastjóri iSímans, segir að fréttir af Error 53 villumeldingunni í iPhone 6 séu á misskilningi byggðar. Vísir/Getty Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas. Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas.
Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28