Hinn látni var Kínverji um fertugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 15:11 Stuðlabergið í Reynisfjöru er vinstra megin á myndinni. Mikill munur er á flóði og fjöru hve langt sjórinn nær að berginu. Vísir Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö. Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö.
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48