Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 22:30 Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45