Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 12:12 Nýju upplýsingaskiltin á Keflavíkurflugvelli vísir Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira