Sigmundur segir eins og Árni Páll óttist innrás ferðamanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. febrúar 2016 16:00 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í innviðauppbyggingu vegna fjölgunar ferðamanna á þingi í dag. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög. Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira