„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 11:51 Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér. Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér.
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02