Egg Benedict að hætti Evu Laufeyjar Eva Laufey skrifar 18. febrúar 2016 21:28 Egg Benedict er einn vinsælasti brönsréttur í heimi. visir.is/skjáskot Brönsréttir voru í aðalhlutverki í síðasta þætti Matargleði Evu og útbjó ég meðal annars einn vinsælasta brönsrétt í heimi, Egg Benedict sem hreinlega bráðnar í munni. Egg Benedict4 egg2 L vatn1 tsk. edik (má sleppa)Salt6 sneiðar af góðri hráskinkuTvær þykkar sneiðar af grófu brauði (ég notaði gróft súrdeigsbrauð)Spínat steikt upp úr smjöri, magn eftir smekk3 - 4 msk. Hollandaise sósa (sjá uppskrift fyrir neðan)Salt og nýmalaður piparSmátt söxuð steinseljaBasilíka, eftir smekkAðferð:Það er best að byrja á sósunni og þið finnið uppskriftina hér fyrir neðan. Næsta skref er að skera súrdeigsbrauðið í þykkar sneiðar, setjið brauðsneiðarnar á pappírsklædda ofnskúffu og sáldrið smávegis af olíu yfir og hitið í ofni í 5 - 7 mínútur við 180°C.Hleypt egg eru linsoðin án skurnar. Það er mikilvægt að eggin séu fersk. Setjið vatn í pott, bætið edikinu út í vatnið og látið suðuna koma upp, lækkið þá undir pottinum en látið hann samt halda vægri suðu. Brjótið egg í bolla og hellið egginu mjög varlega út í vatnið. Sjóðið eggin í þrjár mínútur, þá ætti eggjahvítan að vera umvafin eggjarauðunni og þegar skorið er í eggið ætti rauðan að leka fallega út. Takið eggið varlega upp úr pottinum, mér finnst best að nota fiskispaða og setjið á eldhúspappír og þerrið. Snöggsteikið spínat upp úr smjöri og steikið hráskinkuna í smá stund á pönnu eða þar til hún er orðin stökk og fín. Setjið brauðsneiðarnar á diska á raðið í eftirfarandi röð, brauð, hráskinka, spínat, egg, tvær matskeiðar af sósu, salt, pipar og smátt söxuð steinselja. Þetta er vægast sagt ljúfengur réttur sem allir ættu að prófa.Hollandaise sósa2 eggjarauður 1 tsk kalt vatn1 tsk sítrónusafi 200 g brætt smjörsalt og nýmalaður piparAðferð: Setjið eggjarauður, vatn og sítrónusafa í ílat sem töfrasprotinn kemst ofan í. Það verður að vera svipað og sést á þessu myndbandi sem ég fylgdi. Bræðið smjörið og passið að það sé enn heitt þegar þið hellið því saman við eggjarauðurnar. Þeytið eggjarauður, vatn og sítrónusafa með töfrasprotanum í eina til tvær mínútur eða þar til það er komin ljós og létt froða sem hefur margfaldast, hellið smjörinu í mjórri bunu saman við sósuna þar til hún er tilbúin. Ef sósan verður of þykk þá má þeyta svolitlu volgu vatni saman við. Að lokum er sósan smökkuð til með salti, pipar og svolitlum sítrónusafa.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2. Dögurður Egg Benedict Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Brönsréttir voru í aðalhlutverki í síðasta þætti Matargleði Evu og útbjó ég meðal annars einn vinsælasta brönsrétt í heimi, Egg Benedict sem hreinlega bráðnar í munni. Egg Benedict4 egg2 L vatn1 tsk. edik (má sleppa)Salt6 sneiðar af góðri hráskinkuTvær þykkar sneiðar af grófu brauði (ég notaði gróft súrdeigsbrauð)Spínat steikt upp úr smjöri, magn eftir smekk3 - 4 msk. Hollandaise sósa (sjá uppskrift fyrir neðan)Salt og nýmalaður piparSmátt söxuð steinseljaBasilíka, eftir smekkAðferð:Það er best að byrja á sósunni og þið finnið uppskriftina hér fyrir neðan. Næsta skref er að skera súrdeigsbrauðið í þykkar sneiðar, setjið brauðsneiðarnar á pappírsklædda ofnskúffu og sáldrið smávegis af olíu yfir og hitið í ofni í 5 - 7 mínútur við 180°C.Hleypt egg eru linsoðin án skurnar. Það er mikilvægt að eggin séu fersk. Setjið vatn í pott, bætið edikinu út í vatnið og látið suðuna koma upp, lækkið þá undir pottinum en látið hann samt halda vægri suðu. Brjótið egg í bolla og hellið egginu mjög varlega út í vatnið. Sjóðið eggin í þrjár mínútur, þá ætti eggjahvítan að vera umvafin eggjarauðunni og þegar skorið er í eggið ætti rauðan að leka fallega út. Takið eggið varlega upp úr pottinum, mér finnst best að nota fiskispaða og setjið á eldhúspappír og þerrið. Snöggsteikið spínat upp úr smjöri og steikið hráskinkuna í smá stund á pönnu eða þar til hún er orðin stökk og fín. Setjið brauðsneiðarnar á diska á raðið í eftirfarandi röð, brauð, hráskinka, spínat, egg, tvær matskeiðar af sósu, salt, pipar og smátt söxuð steinselja. Þetta er vægast sagt ljúfengur réttur sem allir ættu að prófa.Hollandaise sósa2 eggjarauður 1 tsk kalt vatn1 tsk sítrónusafi 200 g brætt smjörsalt og nýmalaður piparAðferð: Setjið eggjarauður, vatn og sítrónusafa í ílat sem töfrasprotinn kemst ofan í. Það verður að vera svipað og sést á þessu myndbandi sem ég fylgdi. Bræðið smjörið og passið að það sé enn heitt þegar þið hellið því saman við eggjarauðurnar. Þeytið eggjarauður, vatn og sítrónusafa með töfrasprotanum í eina til tvær mínútur eða þar til það er komin ljós og létt froða sem hefur margfaldast, hellið smjörinu í mjórri bunu saman við sósuna þar til hún er tilbúin. Ef sósan verður of þykk þá má þeyta svolitlu volgu vatni saman við. Að lokum er sósan smökkuð til með salti, pipar og svolitlum sítrónusafa.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2.
Dögurður Egg Benedict Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira