Innlent

Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan fann tvær konur eftir leit í Vík. Þær hafa stöðu þolenda mansals. Grunur leikur á vinnumansali.
Lögreglan fann tvær konur eftir leit í Vík. Þær hafa stöðu þolenda mansals. Grunur leikur á vinnumansali. Visir/Heiða
Aðgerð lögregluyfirvalda á Vík í Mýrdal í gær þar sem maður var handtekinn vegna gruns um mansal var mjög umfangsmikil.

Auk lögreglunnar á Suðurlandi komu lögreglan á Suðurnesjum og mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að aðgerðinni. Þá fékk lögreglan aðstoð frá skattrannsóknarstjóra og Vinnumálastofnun vegna málsins.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn útlenskur maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur, einnig útlenskar, séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun.

Þorgrímur Óli vill ekki gefa upp hvaða atvinnugrein málið tengist. Hann segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og yfirheyrslur og skýrslutökur séu framundan.

Vísir greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi. Þar kom fram að lögreglumenn hafi leitað þolenda mansals í Vík sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu.

Maður handtekinn vegna gruns um vinnumansal. Lögreglan á Suðurlandi handtók í gærdag erlendan karlmann í Vík í Mýrdal...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, 19 February 2016

Tengdar fréttir

Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík

Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×