Landsliðið er ljósi punkturinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Stjörnukonan Margrét Kara Sturludóttir á landsliðsæfingu í vikunni. Vísir/anton brink Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira