Breiðablik og Fjölnir halda áfram að moka inn milljónum vegna Alfreðs Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 13:45 Alfreð Finnbogason er gullkálfur fyrir Fjölni og sérstaklega Breiðablik. vísir/getty Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30