Borgin auglýsti útboð sem á eftir að samþykkja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 14:39 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er ósáttur. Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg hefur auglýst útboð vegna hjólastígs á Grensásvegi, frá Miklubraut að Bústaðavegi. Borgarstjórn hefur ekki samþykkt breytingarnar en málið er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks í borginni, segir að ágreiningur hafi verið um útboðið í borgarráði og því þurfi borgarstjórn að samþykkja útboðið á fundi sínum í dag. Hann furðar sig á því að útboðið hafi verið auglýst áður en þetta samþykki hafi fengist.Vilja aðra forgangsröðun „Þetta er liður í því að þrengja Grensásveginn því hjólastígar verða ekki lagðir samkvæmt áætlun meirihluta Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nema að gatan verði þrengd fyrst,“ segir hann. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum talið að forgangsröðun ætti að vera önnur og fresta ætti þrengingu Grensásvegar. Það að auglýsa útboð á hluta verksins áður en tillaga þess efnis er afgreidd í borgarstjórn er lítilsvirðing þessa meirihluta við leikreglur lýðræðisins.“Auglýst um helgina Opnun tilboða í útboðinu veður þriðjudaginn 16. febrúar en útboðsgögn voru gerð aðgengileg gegn gjaldi á skrifstofu borgarinnar í dag. Útboðið var auglýst í Morgunblaðinu á laugardag. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn en þá var lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagsráð dagsett 8. janúar þar sem heimild til að fara í útboðið var óskað. Borgarráð samþykkti útboðið með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Þar sem ekki náðist samstaða um málið í borgarráði fer það fyrir fund borgarstjórnar í dag. Þar mun niðurstaðan að öllum líkindum vera sú sama og í borgarráði. Stjórnmálavísir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur auglýst útboð vegna hjólastígs á Grensásvegi, frá Miklubraut að Bústaðavegi. Borgarstjórn hefur ekki samþykkt breytingarnar en málið er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks í borginni, segir að ágreiningur hafi verið um útboðið í borgarráði og því þurfi borgarstjórn að samþykkja útboðið á fundi sínum í dag. Hann furðar sig á því að útboðið hafi verið auglýst áður en þetta samþykki hafi fengist.Vilja aðra forgangsröðun „Þetta er liður í því að þrengja Grensásveginn því hjólastígar verða ekki lagðir samkvæmt áætlun meirihluta Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nema að gatan verði þrengd fyrst,“ segir hann. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum talið að forgangsröðun ætti að vera önnur og fresta ætti þrengingu Grensásvegar. Það að auglýsa útboð á hluta verksins áður en tillaga þess efnis er afgreidd í borgarstjórn er lítilsvirðing þessa meirihluta við leikreglur lýðræðisins.“Auglýst um helgina Opnun tilboða í útboðinu veður þriðjudaginn 16. febrúar en útboðsgögn voru gerð aðgengileg gegn gjaldi á skrifstofu borgarinnar í dag. Útboðið var auglýst í Morgunblaðinu á laugardag. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn en þá var lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagsráð dagsett 8. janúar þar sem heimild til að fara í útboðið var óskað. Borgarráð samþykkti útboðið með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Þar sem ekki náðist samstaða um málið í borgarráði fer það fyrir fund borgarstjórnar í dag. Þar mun niðurstaðan að öllum líkindum vera sú sama og í borgarráði.
Stjórnmálavísir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira