Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:55 Elín segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. Vísir/Daníel Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, spurði að því á þingi í morgun hvers vegna Landsbankinn fari ekki fram á að þeir sem keyptu Borgun af bankanum skili þeim hagnaði sem verður til vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa í Evrópu. „Væri það ekki hið eina rétta og sanna niðurstaða í þessu máli að hluthafahópurinn mundi einfaldlega endurgreiða bankanum þá peninga sem með réttu hefðu átt að koma í hans hlut og bæta þannig almenningi þennan skaða?“ spurði hún eftir að hafa rifjað upp sögu frá því að hún var ung stúlka með sparisjóðsbók í Landsbankanum Austurstræti sem fékk of mikið þegar hún tók út af bókinni eitt sinn. „Þegar ég kom heim með peningaumslagið var hringt úr bankanum og mér tjáð að þeir hefðu gert mistök, ég hefði fengið of mikið af peningum í minn hlut og ég var beðin um að koma strax og skila þeim. Það fannst mér alveg sjálfsagt mál og fór undir eins í bankann og skilaði peningunum.“ Elín sagði að henni hefði dottið þessi saga úr æsku sinni í hug þegar Borgunarmálið kom upp „sem er alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“, eins og hún orðaði það í ræðu sinni. Sagði hún að söluferlið ætti að vera galopið og gegnsætt þegar eignir ríkisins eða ríkisbanka væru annars vegar og gagnrýndi að ekki hafi verið gerður fyrirvari í samningi við nýja eigendur Borgunar um hugsanlega yfirtöku Visa á Visa Europe, líkt og gert var varðandi hlut Landsbankans í Valitor þegar hann var seldur Arion banka. „Hvers vegna fer bankinn ekki fram á að peningnum verði skilað vegna þeirra mistaka, eins og forðum?“ spurði hún. Að lokum sagði Elín að henni þætti rétt að Bankasýslan léti fara fram óháða rannsókn á Borgunarsölunni sem fyrst. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, spurði að því á þingi í morgun hvers vegna Landsbankinn fari ekki fram á að þeir sem keyptu Borgun af bankanum skili þeim hagnaði sem verður til vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa í Evrópu. „Væri það ekki hið eina rétta og sanna niðurstaða í þessu máli að hluthafahópurinn mundi einfaldlega endurgreiða bankanum þá peninga sem með réttu hefðu átt að koma í hans hlut og bæta þannig almenningi þennan skaða?“ spurði hún eftir að hafa rifjað upp sögu frá því að hún var ung stúlka með sparisjóðsbók í Landsbankanum Austurstræti sem fékk of mikið þegar hún tók út af bókinni eitt sinn. „Þegar ég kom heim með peningaumslagið var hringt úr bankanum og mér tjáð að þeir hefðu gert mistök, ég hefði fengið of mikið af peningum í minn hlut og ég var beðin um að koma strax og skila þeim. Það fannst mér alveg sjálfsagt mál og fór undir eins í bankann og skilaði peningunum.“ Elín sagði að henni hefði dottið þessi saga úr æsku sinni í hug þegar Borgunarmálið kom upp „sem er alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“, eins og hún orðaði það í ræðu sinni. Sagði hún að söluferlið ætti að vera galopið og gegnsætt þegar eignir ríkisins eða ríkisbanka væru annars vegar og gagnrýndi að ekki hafi verið gerður fyrirvari í samningi við nýja eigendur Borgunar um hugsanlega yfirtöku Visa á Visa Europe, líkt og gert var varðandi hlut Landsbankans í Valitor þegar hann var seldur Arion banka. „Hvers vegna fer bankinn ekki fram á að peningnum verði skilað vegna þeirra mistaka, eins og forðum?“ spurði hún. Að lokum sagði Elín að henni þætti rétt að Bankasýslan léti fara fram óháða rannsókn á Borgunarsölunni sem fyrst.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira