Börn einn þriðji þeirra flóttamanna sem reyna að komast sjóleiðina til Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 09:50 Af þeim 272 sem drukknuðu á sjóleiðinni milli Tyrklands og Grikklands í janúar voru 60 börn, en á seinustu fimm mánuðum, að janúar meðtöldum hafa 330 börn drukknað á þessu svæði. vísir/epa Konur og börn eru nú í fyrsta skipti í meirihluta þeirra flóttamanna sem reyna að komast frá Grikklandi til Makedóníu, en hingað til hafa fullorðnir karlmenn verið flestir þeirra sem flúið hafa til Evrópu vegna stríðsátaka, aðallega í Sýrlandi. Fjallað er um málið á vef Guardian og er þar vitnað í nýjar tölur frá UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í þeim kemur fram að einn þriðji þeirra sem nú flýja sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikklands eru börn en ekkert lát er á straumi flóttamanna til Evrópu þrátt fyrir að nú sé hávetur. Fjöldi fólks hættir þannig lífi sínu til að komast til Evrópu en greint var frá því í gær að níu manns, þar af tvö börn, hafi fundist látin á vesturströnd Tyrklands en þau drukknuðu eftir að bátnum, sem þau ætluðu á til Grikklands, hvolfdi. Í júní í fyrra voru 73 prósent þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu fullorðnir karlmenn og aðeins 10 prósent voru yngri en 10 ára. Því er breytingin nú mikil þegar mun fleiri konur og börn leggja í þetta hættulega ferðalag. Af þeim 272 sem drukknuðu á sjóleiðinni milli Tyrklands og Grikklands í janúar voru 60 börn, en á seinustu fimm mánuðum, að janúar meðtöldum hafa 330 börn drukknað á þessu svæði. Á seinasta ári drukknuðu alls 4000 flóttamenn þegar þeir reyndu að komast sjóleiðina til Evrópu. Flóttamenn Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06 Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Konur og börn eru nú í fyrsta skipti í meirihluta þeirra flóttamanna sem reyna að komast frá Grikklandi til Makedóníu, en hingað til hafa fullorðnir karlmenn verið flestir þeirra sem flúið hafa til Evrópu vegna stríðsátaka, aðallega í Sýrlandi. Fjallað er um málið á vef Guardian og er þar vitnað í nýjar tölur frá UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í þeim kemur fram að einn þriðji þeirra sem nú flýja sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikklands eru börn en ekkert lát er á straumi flóttamanna til Evrópu þrátt fyrir að nú sé hávetur. Fjöldi fólks hættir þannig lífi sínu til að komast til Evrópu en greint var frá því í gær að níu manns, þar af tvö börn, hafi fundist látin á vesturströnd Tyrklands en þau drukknuðu eftir að bátnum, sem þau ætluðu á til Grikklands, hvolfdi. Í júní í fyrra voru 73 prósent þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu fullorðnir karlmenn og aðeins 10 prósent voru yngri en 10 ára. Því er breytingin nú mikil þegar mun fleiri konur og börn leggja í þetta hættulega ferðalag. Af þeim 272 sem drukknuðu á sjóleiðinni milli Tyrklands og Grikklands í janúar voru 60 börn, en á seinustu fimm mánuðum, að janúar meðtöldum hafa 330 börn drukknað á þessu svæði. Á seinasta ári drukknuðu alls 4000 flóttamenn þegar þeir reyndu að komast sjóleiðina til Evrópu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06 Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29
Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol. Óttast er að fjöldi barna hafi ratað í hendur glæpasamtaka. 31. janúar 2016 15:06
Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05