Er fertugt nýja tvítugt í fyrirsætuheiminum? Ritstjórn skrifar 3. febrúar 2016 18:30 Eva Herzigova, Stella Tennant, Amber Le Bon og Nadja Auermann fyrir Giorgio Armani. Þrátt fyrir að Dior og Prada hafi nýlega notað 15 og 16 ára stelpur í auglýsingaherferðirnar sínar, hafa vinsældir fyrirsæta yfir fertugu sjaldan verið meiri. Oftar en ekki hafa tískurisar verið gagnrýndir fyrir að nota alltof ungar fyrirsætur í herferðir og á tískupöllunum, en nú virðist sú þróun vera að snúast við.Glamour sagði frá því fyrir skemmstu að ofurfyrirsætur tíunda áratugarins væru mættar aftur fyrir framan myndavélina í auglýsingaherferð fyrir Balmain. Það voru þær Claudia Shiffer, Cindy Crawford og Naomi Campbell. Eru þær allar komnar yfir fertugt. Fyrirsæturnar Eva Herzigova, Stella Tennant, Amber Le Bon og Nadja Auermann sátu fyrir í auglýsingaherferð fyrir Giorgio Armani, en þær eru eins og hinar allar komnar yfir fertugt. Þá eru þær Naomi Campbell, Amber Valletta og Christy Turlington allar á forsíðum tískutímarita fyrir vorið 2016. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi þróun sé ekki komin til að vera-og þannig verði fertugt hið nýja tvítugt?Amber Valletta, forsíða Porter sumar 2016Naomi Campell, Pop sumar 2016Christy Turlington. WJS mars 2016 Glamour Fegurð Mest lesið Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Glæsilegt galaboð DiCaprio Glamour
Þrátt fyrir að Dior og Prada hafi nýlega notað 15 og 16 ára stelpur í auglýsingaherferðirnar sínar, hafa vinsældir fyrirsæta yfir fertugu sjaldan verið meiri. Oftar en ekki hafa tískurisar verið gagnrýndir fyrir að nota alltof ungar fyrirsætur í herferðir og á tískupöllunum, en nú virðist sú þróun vera að snúast við.Glamour sagði frá því fyrir skemmstu að ofurfyrirsætur tíunda áratugarins væru mættar aftur fyrir framan myndavélina í auglýsingaherferð fyrir Balmain. Það voru þær Claudia Shiffer, Cindy Crawford og Naomi Campbell. Eru þær allar komnar yfir fertugt. Fyrirsæturnar Eva Herzigova, Stella Tennant, Amber Le Bon og Nadja Auermann sátu fyrir í auglýsingaherferð fyrir Giorgio Armani, en þær eru eins og hinar allar komnar yfir fertugt. Þá eru þær Naomi Campbell, Amber Valletta og Christy Turlington allar á forsíðum tískutímarita fyrir vorið 2016. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi þróun sé ekki komin til að vera-og þannig verði fertugt hið nýja tvítugt?Amber Valletta, forsíða Porter sumar 2016Naomi Campell, Pop sumar 2016Christy Turlington. WJS mars 2016
Glamour Fegurð Mest lesið Airwaves: götutíska og gleði í Hörpu Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Raunveruleikaþættirnir „My Super Sweet 16“ endurlífgaðir Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Glæsilegt galaboð DiCaprio Glamour