Þingmaður Sjálfstæðisflokk segir Pírata hafa gert stefnumál flokks síns skýr Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2016 09:33 Vilhjálmur segir í Viðskiptablaðinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson. Vísir/Anton „Ég segi bara að Pírötum hefur tekist að gera stefnumálin okkar skýr og njóta góðs af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um að breyta kerfinu og það sé það sem Píratar vilji líka.Ákall um gagnsæi „Þetta er bara ákall sem ég er tilbúinn að taka þátt í með Pírötum að nái fram að ganga. Aukið gagnsæi og að kerfið sé einfaldað,“ segir hann. Vilhjálmur segir í viðtalinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins. „Við skulum ekki gleyma því hver kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það var Davíð Oddsson. Hvað annað í opinberri stjórnsýslu hefur aukið gagnsæi meira og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?“ spyr hann.Svona hefur fylgi flokkanna þróast á síðustu mánuðum. Fjólubláa línan táknar stuðning við Pírata en sú bláa við Sjálfstæðisflokk.MMRPíratar stærri en stjórnarflokkarnirVilhjálmur telur að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn geti átt samleið í ríkisstjórn. „Klárlega,“ segir hann. Það gæti farið svo að það reyni á hvort flokkarnir finni samstarfsflöt eftir næstu kosningar, ef marka má niðurstöður kannana síðustu mánaða. Píratar eru með þrjá þingmenn í dag og í minnihluta á þinginu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 19 þingmenn og í ríkisstjórn. Samkvæmt könnunum mun dæmið hins vegar að öllum líkindum snúast við í næstu kosningum. Píratar mælast stærstir með 35,6 prósenta fylgi samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær, en flokkurinn hefur um alllangt skeið mælst stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent. Stjórnmálavísir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Ég segi bara að Pírötum hefur tekist að gera stefnumálin okkar skýr og njóta góðs af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um að breyta kerfinu og það sé það sem Píratar vilji líka.Ákall um gagnsæi „Þetta er bara ákall sem ég er tilbúinn að taka þátt í með Pírötum að nái fram að ganga. Aukið gagnsæi og að kerfið sé einfaldað,“ segir hann. Vilhjálmur segir í viðtalinu að enginn hafi aukið gagnsæi í stjórnsýslunni en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins. „Við skulum ekki gleyma því hver kom á stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það var Davíð Oddsson. Hvað annað í opinberri stjórnsýslu hefur aukið gagnsæi meira og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?“ spyr hann.Svona hefur fylgi flokkanna þróast á síðustu mánuðum. Fjólubláa línan táknar stuðning við Pírata en sú bláa við Sjálfstæðisflokk.MMRPíratar stærri en stjórnarflokkarnirVilhjálmur telur að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn geti átt samleið í ríkisstjórn. „Klárlega,“ segir hann. Það gæti farið svo að það reyni á hvort flokkarnir finni samstarfsflöt eftir næstu kosningar, ef marka má niðurstöður kannana síðustu mánaða. Píratar eru með þrjá þingmenn í dag og í minnihluta á þinginu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 19 þingmenn og í ríkisstjórn. Samkvæmt könnunum mun dæmið hins vegar að öllum líkindum snúast við í næstu kosningum. Píratar mælast stærstir með 35,6 prósenta fylgi samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær, en flokkurinn hefur um alllangt skeið mælst stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent.
Stjórnmálavísir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira