Lítið svigrúm fyrir pönk í pólitík Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. febrúar 2016 07:00 "Ég ætla nú rétt að vona að Samfylkingin sé ekki að þurrkast út. Þörfin fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi er gríðarlega mikil,“ segir Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Fylgi flokksins mælist undir 10 prósent. Katrín segir líklega margar skýringar á fylgistapinu. „Síðastliðið ár höfum við verið á niðurleið. Við komum illa út úr kosningum, en vorum svo komin með um 20% fyrir rúmu ári. Það leit út fyrir að við værum á uppleið – svo gerist eitthvað upp úr áramótum í fyrra sem veldur því að það fer að fjara undan. Ekki bara hjá okkur heldur öðrum flokkum. Það er mikið fylgi að færast til Pírata,“ segir Katrín. Hún segir stöðuna óásættanlega. „Það er ólga í flokknum og það er skiljanlegt að flokksmenn rísi upp og geri kröfu um breytingar. Fyrir jafnaðarmannahreyfingu eins og okkar, sem var stofnuð sem sameinandi afl til að hrista upp í kerfinu er staðan algjörlega óásættanleg. Við þurfum að skoða vandlega hvað við eigum að gera, hvernig við komum okkar hugmyndum á framfæri og hvort við þurfum ekki að fara að finna ný verkfæri til að koma þeim áleiðis. Þetta er eitthvað sem ég held að pólitík þurfi almennt að horfast í augu við.“Þú talar um að Samfylkingin nái ekki að miðla hugmyndum sínum. Þarf að skipta um mann í brúnni? „Það eru margir sem halda að það sé svo. Ég held að það sé ekki stóra málið. Ég held að þó að komi nýr formaður núna verði ekki sú kúvending sem margir halda. Þetta snýst um svo margt. Það er bara þannig að sumir formenn fiska og aðrir ekki. Sumir fiska við þessar aðstæður en illa við aðrar, þetta fer allt eftir aðstæðum og umhverfi. Við erum líka bara í stöðu þar sem mér sýnist flestir flokkar vera í vanda, þessir flokkar sem hafa verið á sviðinu í einhvern tíma.“ Á landsfundi Samfylkingar bauð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sig óvænt fram gegn Árna Páli, en Árni marði sigur með einu atkvæði.Fyrir þá sem fyrir utan standa virðist vanta upp á samstöðu í flokknum. „Þegar við mælumst svona illa er ekkert óeðlilegt að það komi upp óánægjuraddir. Það er skiljanlegt. Það á að taka mark á þeim. Það geri ég sem varaformaður. Þetta er snúin staða. Ég held samt að það sé ekki nóg í þeirri stöðu sem við erum í að ætla bara að skipta um formann. Það er svo margt annað sem þarf að gera líka. Við erum núna t.d. að hefja mikla hugmyndavinnu, vinna með okkar hugsjónir, erum búin að starta hugmyndasmiðjum þar sem við tökum málaflokka og reynum að horfa á þá frá nýjum hliðum.“„Það er ólga í flokknum og það er skiljanlegt að flokksmenn rísi upp og geri kröfu um breytingar,“ segir Katrín um slæmt fylgi Samfylkingar og umræðu um nýjan formann flokksins. Fréttablaðið/StefánPíratar mælast langstærstir allra flokka í skoðanakönnunum. Katrín segist halda að fólk líti til Pírata sem róttæks afls sem muni breyta einhverju. Undirliggjandi sé óánægja í samfélaginu og það skorti traust til þeirra flokka sem hafi verið lengi til. „Það er undirliggjandi tilfinning sem ég hef stundum líka, að það sé erfitt að breyta þessum stóru mekanismun í samfélaginu. Maður vill sjá margt breytast. Þegar við vorum í ríkisstjórn gátum við gert mikið af alls konar breytingum, en okkur tókst ekki að breyta kvótanum, sjávarútvegsumhverfinu og okkur tókst ekki að fara í gegn með stjórnarskrána. Þessi stóru mál. Það mætir svo mikilli andstöðu. Við ætluðum okkur mikið, vorum bjartsýn og trúðum raunverulega að við næðum þessu í gegn en andstaðan var svo sterk. Ég skil alveg þessa stöðu núna. Svona löngu eftir hrun er fólk tilbúið að treysta einhverju og til í að taka sénsinn á að mögulega geti Píratar hrist upp í einhverju af þessum kerfum.“Ekkert flippKatrín segir þó að þegar á reyni geti reynst erfitt að vera róttækur. Hér þurfi að reka ákveðin kerfi og það sé ekki endilega pláss fyrir pönkið þegar komi að því að stýra ríkisfjármálum. „Þegar á hólminn er komið þá geturðu ekki verið hreinn anarkisti í verkefnum ríkisins. Við þurfum að reka heilbrigðiskerfi sem kostar tugi milljarða og sjá til þess að skólarnir séu reknir. Síðan ertu að sjá til þess að þeir sem eiga sitt lifibrauð undir ríkinu eins og öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái til sín fjármuni til þess að geta lifað með reisn. Um það snýst þessi pólitík. Það er takmarkað svigrúm fyrir pönkið. Þú ert ekkert að flippa með þetta. Það vill enginn að þú flippir með mennta- og heilbrigðiskerfið. Við viljum kannski breytingar á því en þú ert ekkert að fara að kúvenda því.“Aukið gagnsæi Katrín hefur talað fyrir auknu gagnsæi í stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að ráðast í það í okkar samfélagi að gera allt stjórnmálavafstur opnara. Það er mál sem ég hef lagt fram tvisvar á þinginu og er að fara að leggja fram aftur í aðeins breyttri mynd, og það er aðgangur að fjármálaupplýsingum ríkisins. Að þær séu bara opnar á netinu.“ Hún segist vilja að allar upplýsingar um fjármál ríkisins séu settar á netið og almenningur hafi aðgang að þeim. „Ég myndi jafnvel vilja ganga það langt að þú gætir flett upp einstaka kvittunum í stað þess að fjölmiðlar þurfi að senda fyrirspurnir með öllum þeim aðdraganda og tíma sem það tekur. Það er ekkert að fela. Við eigum líka að gera auknar kröfur til stóru fjármálastofnananna. Það virðist vera lenska á Íslandi að koma einhverjum hópi fólks í sérstaka aðstöðu til þess að hagnast umfram aðra. Það er svona þjóðarsport. “Armslengd ráðherraEr mikil spilling í stjórnkerfinu? „Ég veit ekki hvað maður á að kalla spillingu. Ég held að það sé oft maður sem þekkir mann og við séum oft að horfa upp á verkferla sem mættu vera opnari. Þú sækir í hópa fólks sem þú þekkir til. Tökum sem dæmi ráðningar í stjórnarráðinu, ég hefði viljað sjá að við byggjum til sjálfstæða einingu sem sæi bara um mannaráðningar. Ég fann það þegar ég var í iðnaðarráðuneytinu og við þurftum að ráða að það tekur ótrúlega langan tíma fyrir ráðuneytin og er kostnaðarsamt. Síðan er líka snúið að gera það þannig að vel sé. Þá er best að það sé eining innan stjórnarráðsins sem sérhæfir sig í því. Þá er líka þessi armslengd ráðherranna til staðar.“Katrín segir vinstristjórnina hafa hlíft velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu eins vel og hún gat. Fréttablaðið/StefánErfitt verkefni„Það var auðvitað dáldið stúrið fyrir mig, sem jafnaðarmann og okkur, að loksins þegar við komumst í ríkisstjórn og leiðandi stöðu, þá vorum við að taka við 216 milljarða fjárlagagati. Það var erfitt verkefni að taka við búinu eftir hrun fjármálakerfisins og ég veit að það hefur áhrif á okkur líka. Við hefðum miklu frekar viljað geta sýnt hverjar okkar raunverulegu áherslur eru gagnvart heilbrigðiskerfi, eldri borgurum og öryrkjum, frekar en að taka til og ýta á restart-hnappinn." "Það tókst vel. Við hlífðum velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu eins og við gátum. Þetta eru stórir liðir í fjárlögunum, en við hlífðum þeim eins og við gátum og vorum stundum gagnrýnd fyrir að ganga ekki lengra. Við fórum líka í skattahækkanir á breiðum grunni, það var hvergi risahækkun en allir fengu smá. Það var smurt þunnt víða, til að reyna að láta þetta bíta sem minnst í bókhaldið hjá fyrirtækjum og fólki. Það gekk ágætlega en við hefðum auðvitað viljað vera í ríkisstjórn við aðrar aðstæður.“Blóð, sviti og tárEn er það ekki vandinn? Fólki finnst þið kannski bara hafa klúðrað þessu? „Ég veit það ekki. Finnst fólki við endilega hafa klúðrað endurreisninni? Ég held ekki. Ég meina, við sjáum bara á hagtölunum að hún klúðraðist ekki. Við lokuðum fjárlagagatinu með blóði, svita, tárum og erfiðum ákvörðunum. Við fórum úr 18,6 prósenta verðbólgu niður í rúmlega 4 prósent, stýrivextir úr 18 prósentum í sex. Við skiluðum ágætis búi efnahagslega, en síðan komu hins vegar málin sem við nefndum áðan. Málin þar sem okkar hugsjónir brenna. Stjórnarskrárbreytingin hefði skipt okkur mjög miklu máli því fólk vildi sjá ákveðna núllstillingu á samfélaginu og hún var liður í því.“Stjórnarskrármálið ekki klúðurEn var stjórnarskrármálið ekki aðalklúðrið fyrir flokkinn? „Ég vil ekki segja að það hafi verið klúður. Það er enn þá í gangi og við allavega settum af stað ferli sem ég held að enginn flokkur sé tilbúinn að segja í dag að hann vilji stöðva alveg. Hvort sem það endar með því að þetta verði kosningamál og klárað eftir næstu kosningar, eða hvort menn klára eitthvað af viti núna. Það verða gerðar einhverjar breytingar.“Hörundsár ríkisstjórnKatrín segir núverandi ríkisstjórn ekki þola gagnrýni og vera gríðarlega hörundsára. „Núna má ekki takast á um hugmyndir þá er það orðið einelti, árás, óvild eða neikvæðni. Við erum kosin til þess að takast á um hugmyndir. Ef við getum það ekki, hvað erum við þá að gera í pólitík? Maður er ekkert sammála öllu en það er þannig sem þetta gerist. Við ræðum saman þangað til við komumst að niðurstöðu.“ Katrín segist ekki hafa tekið gagnrýni svo persónulega þegar hún var ráðherra. „Núna má ekki gagnrýna og þetta er bara leið til þöggunar. Mér finnst líka ótækt hvað menn ganga langt í að vaða alltaf í persónur. Ef við ætlum að reyna að lokka gott fólk inn í pólitíkina þá getum við ekki unnið svona. Ef maður er forsætisráðherra þá má maður ekki vera svo hörundsár að maður fari í manninn, en ekki málið eins og gerist mjög ítrekað núna. Ég er ósátt við þetta.“Katrín er sjokkeruð yfir nýjum lagabreytingum systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku sem heimila að verðmunir séu teknir af hælisleitendum til að borga fyrir þjónustu ríkisins. VÍSIR/StefánAldraðir og öryrkjar út undanKatrín segir velferðarmál hafa orðið út undan hjá núverandi ríkisstjórn. Eldri borgarar og öryrkjar sitji eftir. „Mér þykir leiðinlegt hvað þessi ríkisstjórn virðist búa í bönker, það má aldrei gagnrýna hana þá er það orðið einelti eða einhvers konar rætni eða ósanngirni. Við erum að kalla eftir því að eiga samtal við ríkisstjórnina um þessa hluti. Hvernig ætlum við að bæta stöðu eldri borgara og öryrkja? Hvernig ætlum við að bæta í heilbrigðiskerfið? Ég kalla eftir því að við náum sameiginlega og þverpólitískt einu sinni að búa til langtímaáætlun um hvernig við ætlum að bæta í hjá eldri borgurum og öryrkjum og hvernig við ætlum að byggja upp heilbrigðiskerfi.“ Katrín vill sjá áætlun um hvert við ætlum að vera komin eftir tíu ár. „Við þurfum að taka þverpólitíska ákvörðun sem stendur í gegnum kosningar, sama hver verður ofan á.“Ótti ekki drifkrafturFlóttamannamálin hafa verið mikið í umræðunni og hafa aðgerðir danskra yfirvalda gegn flóttamönnum vakið reiði. „Ég er sjokkeruð og finnst þeir ganga allt of langt. Þarna er verið að taka ákvörðun um að lengja í tíma sem fjölskyldur geta sameinast. Að allir fjármunir sem þú átt yfir x upphæð séu teknir inn í greiðslu til hins opinbera. Þeir taka persónulega muni og allt sem þeir geta metið til einhvers. Mér finnst þetta mjög óhuggulegt. Ég er sjokkeruð yfir því að Danir, þessi fyrrum frjálslynda, opna, glaða þjóð, séu farnir að grípa til svona aðgerða. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefán Löven, segir að þeir muni ekki grípa til þessara ráða. Samt er Svíþjóð búin að taka óhemju mikið af flóttamönnum til sín. Það er einhver ótti í þessu, maður skynjar það. Fólk hefur verið drifið af miklum ótta og ótti er aldrei góður drifkraftur í pólitík.“Vilja taka á móti fleira fólkiKollegar Katrínar í danska Jafnaðarmannaflokknum kusu með lögunum. „Því miður. Ég veit að það er mikil óánægja með þetta innan jafnaðarmannahreyfingarinnar úti um allt. Mér skilst að sem betur fer hafi þeir ekki verið alveg einhuga, það voru einhverjir sem studdu þetta ekki en forystan gerði það. Ég er afar ósátt við það og þetta myndum við ekki gera hér. Við í Samfylkingunni höfum tekið þessi flóttamannamál mjög alvarlega og við viljum taka á móti fleira fólki. Við teljum það skipta máli. Við teljum að íslenskt samfélag þoli það mjög vel. Við munum auðgast af því. Við höfum næga vinnu, við erum með skemmtilegt og fjölbreytt samfélag sem má vel við því að fá aukin utanaðkomandi áhrif.“Útlendingaandúð grasserarHeldurðu að svipuð þróun geti orðið á Íslandi? „Maður heyrir alveg í umræðunni að útlendingaandúð, ef maður getur orðað það þannig, er farin að grassera. Það er áhyggjuefni og við þurfum að taka á því. Það gerum við með því að eiga samtal um þetta. Það er ótrúlega óþægilegt hvað það er mikill jarðvegur fyrir þessa umræðu en sem betur fer er hún í minnihluta.“ Katrín segir að okkur beri skylda til að hjálpa. „Það er bara þannig, ef manneskja þarf að flýja vegna stríðs heima fyrir eða ofsókna eða hvað það er, þá ber okkur sem manneskjum skylda til að hjálpa henni. Það sem bíður þessa fólks heima eru hrakningar og í flestum tilfellum dauði.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Sjá meira
"Ég ætla nú rétt að vona að Samfylkingin sé ekki að þurrkast út. Þörfin fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi er gríðarlega mikil,“ segir Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Fylgi flokksins mælist undir 10 prósent. Katrín segir líklega margar skýringar á fylgistapinu. „Síðastliðið ár höfum við verið á niðurleið. Við komum illa út úr kosningum, en vorum svo komin með um 20% fyrir rúmu ári. Það leit út fyrir að við værum á uppleið – svo gerist eitthvað upp úr áramótum í fyrra sem veldur því að það fer að fjara undan. Ekki bara hjá okkur heldur öðrum flokkum. Það er mikið fylgi að færast til Pírata,“ segir Katrín. Hún segir stöðuna óásættanlega. „Það er ólga í flokknum og það er skiljanlegt að flokksmenn rísi upp og geri kröfu um breytingar. Fyrir jafnaðarmannahreyfingu eins og okkar, sem var stofnuð sem sameinandi afl til að hrista upp í kerfinu er staðan algjörlega óásættanleg. Við þurfum að skoða vandlega hvað við eigum að gera, hvernig við komum okkar hugmyndum á framfæri og hvort við þurfum ekki að fara að finna ný verkfæri til að koma þeim áleiðis. Þetta er eitthvað sem ég held að pólitík þurfi almennt að horfast í augu við.“Þú talar um að Samfylkingin nái ekki að miðla hugmyndum sínum. Þarf að skipta um mann í brúnni? „Það eru margir sem halda að það sé svo. Ég held að það sé ekki stóra málið. Ég held að þó að komi nýr formaður núna verði ekki sú kúvending sem margir halda. Þetta snýst um svo margt. Það er bara þannig að sumir formenn fiska og aðrir ekki. Sumir fiska við þessar aðstæður en illa við aðrar, þetta fer allt eftir aðstæðum og umhverfi. Við erum líka bara í stöðu þar sem mér sýnist flestir flokkar vera í vanda, þessir flokkar sem hafa verið á sviðinu í einhvern tíma.“ Á landsfundi Samfylkingar bauð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sig óvænt fram gegn Árna Páli, en Árni marði sigur með einu atkvæði.Fyrir þá sem fyrir utan standa virðist vanta upp á samstöðu í flokknum. „Þegar við mælumst svona illa er ekkert óeðlilegt að það komi upp óánægjuraddir. Það er skiljanlegt. Það á að taka mark á þeim. Það geri ég sem varaformaður. Þetta er snúin staða. Ég held samt að það sé ekki nóg í þeirri stöðu sem við erum í að ætla bara að skipta um formann. Það er svo margt annað sem þarf að gera líka. Við erum núna t.d. að hefja mikla hugmyndavinnu, vinna með okkar hugsjónir, erum búin að starta hugmyndasmiðjum þar sem við tökum málaflokka og reynum að horfa á þá frá nýjum hliðum.“„Það er ólga í flokknum og það er skiljanlegt að flokksmenn rísi upp og geri kröfu um breytingar,“ segir Katrín um slæmt fylgi Samfylkingar og umræðu um nýjan formann flokksins. Fréttablaðið/StefánPíratar mælast langstærstir allra flokka í skoðanakönnunum. Katrín segist halda að fólk líti til Pírata sem róttæks afls sem muni breyta einhverju. Undirliggjandi sé óánægja í samfélaginu og það skorti traust til þeirra flokka sem hafi verið lengi til. „Það er undirliggjandi tilfinning sem ég hef stundum líka, að það sé erfitt að breyta þessum stóru mekanismun í samfélaginu. Maður vill sjá margt breytast. Þegar við vorum í ríkisstjórn gátum við gert mikið af alls konar breytingum, en okkur tókst ekki að breyta kvótanum, sjávarútvegsumhverfinu og okkur tókst ekki að fara í gegn með stjórnarskrána. Þessi stóru mál. Það mætir svo mikilli andstöðu. Við ætluðum okkur mikið, vorum bjartsýn og trúðum raunverulega að við næðum þessu í gegn en andstaðan var svo sterk. Ég skil alveg þessa stöðu núna. Svona löngu eftir hrun er fólk tilbúið að treysta einhverju og til í að taka sénsinn á að mögulega geti Píratar hrist upp í einhverju af þessum kerfum.“Ekkert flippKatrín segir þó að þegar á reyni geti reynst erfitt að vera róttækur. Hér þurfi að reka ákveðin kerfi og það sé ekki endilega pláss fyrir pönkið þegar komi að því að stýra ríkisfjármálum. „Þegar á hólminn er komið þá geturðu ekki verið hreinn anarkisti í verkefnum ríkisins. Við þurfum að reka heilbrigðiskerfi sem kostar tugi milljarða og sjá til þess að skólarnir séu reknir. Síðan ertu að sjá til þess að þeir sem eiga sitt lifibrauð undir ríkinu eins og öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái til sín fjármuni til þess að geta lifað með reisn. Um það snýst þessi pólitík. Það er takmarkað svigrúm fyrir pönkið. Þú ert ekkert að flippa með þetta. Það vill enginn að þú flippir með mennta- og heilbrigðiskerfið. Við viljum kannski breytingar á því en þú ert ekkert að fara að kúvenda því.“Aukið gagnsæi Katrín hefur talað fyrir auknu gagnsæi í stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að ráðast í það í okkar samfélagi að gera allt stjórnmálavafstur opnara. Það er mál sem ég hef lagt fram tvisvar á þinginu og er að fara að leggja fram aftur í aðeins breyttri mynd, og það er aðgangur að fjármálaupplýsingum ríkisins. Að þær séu bara opnar á netinu.“ Hún segist vilja að allar upplýsingar um fjármál ríkisins séu settar á netið og almenningur hafi aðgang að þeim. „Ég myndi jafnvel vilja ganga það langt að þú gætir flett upp einstaka kvittunum í stað þess að fjölmiðlar þurfi að senda fyrirspurnir með öllum þeim aðdraganda og tíma sem það tekur. Það er ekkert að fela. Við eigum líka að gera auknar kröfur til stóru fjármálastofnananna. Það virðist vera lenska á Íslandi að koma einhverjum hópi fólks í sérstaka aðstöðu til þess að hagnast umfram aðra. Það er svona þjóðarsport. “Armslengd ráðherraEr mikil spilling í stjórnkerfinu? „Ég veit ekki hvað maður á að kalla spillingu. Ég held að það sé oft maður sem þekkir mann og við séum oft að horfa upp á verkferla sem mættu vera opnari. Þú sækir í hópa fólks sem þú þekkir til. Tökum sem dæmi ráðningar í stjórnarráðinu, ég hefði viljað sjá að við byggjum til sjálfstæða einingu sem sæi bara um mannaráðningar. Ég fann það þegar ég var í iðnaðarráðuneytinu og við þurftum að ráða að það tekur ótrúlega langan tíma fyrir ráðuneytin og er kostnaðarsamt. Síðan er líka snúið að gera það þannig að vel sé. Þá er best að það sé eining innan stjórnarráðsins sem sérhæfir sig í því. Þá er líka þessi armslengd ráðherranna til staðar.“Katrín segir vinstristjórnina hafa hlíft velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu eins vel og hún gat. Fréttablaðið/StefánErfitt verkefni„Það var auðvitað dáldið stúrið fyrir mig, sem jafnaðarmann og okkur, að loksins þegar við komumst í ríkisstjórn og leiðandi stöðu, þá vorum við að taka við 216 milljarða fjárlagagati. Það var erfitt verkefni að taka við búinu eftir hrun fjármálakerfisins og ég veit að það hefur áhrif á okkur líka. Við hefðum miklu frekar viljað geta sýnt hverjar okkar raunverulegu áherslur eru gagnvart heilbrigðiskerfi, eldri borgurum og öryrkjum, frekar en að taka til og ýta á restart-hnappinn." "Það tókst vel. Við hlífðum velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu eins og við gátum. Þetta eru stórir liðir í fjárlögunum, en við hlífðum þeim eins og við gátum og vorum stundum gagnrýnd fyrir að ganga ekki lengra. Við fórum líka í skattahækkanir á breiðum grunni, það var hvergi risahækkun en allir fengu smá. Það var smurt þunnt víða, til að reyna að láta þetta bíta sem minnst í bókhaldið hjá fyrirtækjum og fólki. Það gekk ágætlega en við hefðum auðvitað viljað vera í ríkisstjórn við aðrar aðstæður.“Blóð, sviti og tárEn er það ekki vandinn? Fólki finnst þið kannski bara hafa klúðrað þessu? „Ég veit það ekki. Finnst fólki við endilega hafa klúðrað endurreisninni? Ég held ekki. Ég meina, við sjáum bara á hagtölunum að hún klúðraðist ekki. Við lokuðum fjárlagagatinu með blóði, svita, tárum og erfiðum ákvörðunum. Við fórum úr 18,6 prósenta verðbólgu niður í rúmlega 4 prósent, stýrivextir úr 18 prósentum í sex. Við skiluðum ágætis búi efnahagslega, en síðan komu hins vegar málin sem við nefndum áðan. Málin þar sem okkar hugsjónir brenna. Stjórnarskrárbreytingin hefði skipt okkur mjög miklu máli því fólk vildi sjá ákveðna núllstillingu á samfélaginu og hún var liður í því.“Stjórnarskrármálið ekki klúðurEn var stjórnarskrármálið ekki aðalklúðrið fyrir flokkinn? „Ég vil ekki segja að það hafi verið klúður. Það er enn þá í gangi og við allavega settum af stað ferli sem ég held að enginn flokkur sé tilbúinn að segja í dag að hann vilji stöðva alveg. Hvort sem það endar með því að þetta verði kosningamál og klárað eftir næstu kosningar, eða hvort menn klára eitthvað af viti núna. Það verða gerðar einhverjar breytingar.“Hörundsár ríkisstjórnKatrín segir núverandi ríkisstjórn ekki þola gagnrýni og vera gríðarlega hörundsára. „Núna má ekki takast á um hugmyndir þá er það orðið einelti, árás, óvild eða neikvæðni. Við erum kosin til þess að takast á um hugmyndir. Ef við getum það ekki, hvað erum við þá að gera í pólitík? Maður er ekkert sammála öllu en það er þannig sem þetta gerist. Við ræðum saman þangað til við komumst að niðurstöðu.“ Katrín segist ekki hafa tekið gagnrýni svo persónulega þegar hún var ráðherra. „Núna má ekki gagnrýna og þetta er bara leið til þöggunar. Mér finnst líka ótækt hvað menn ganga langt í að vaða alltaf í persónur. Ef við ætlum að reyna að lokka gott fólk inn í pólitíkina þá getum við ekki unnið svona. Ef maður er forsætisráðherra þá má maður ekki vera svo hörundsár að maður fari í manninn, en ekki málið eins og gerist mjög ítrekað núna. Ég er ósátt við þetta.“Katrín er sjokkeruð yfir nýjum lagabreytingum systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku sem heimila að verðmunir séu teknir af hælisleitendum til að borga fyrir þjónustu ríkisins. VÍSIR/StefánAldraðir og öryrkjar út undanKatrín segir velferðarmál hafa orðið út undan hjá núverandi ríkisstjórn. Eldri borgarar og öryrkjar sitji eftir. „Mér þykir leiðinlegt hvað þessi ríkisstjórn virðist búa í bönker, það má aldrei gagnrýna hana þá er það orðið einelti eða einhvers konar rætni eða ósanngirni. Við erum að kalla eftir því að eiga samtal við ríkisstjórnina um þessa hluti. Hvernig ætlum við að bæta stöðu eldri borgara og öryrkja? Hvernig ætlum við að bæta í heilbrigðiskerfið? Ég kalla eftir því að við náum sameiginlega og þverpólitískt einu sinni að búa til langtímaáætlun um hvernig við ætlum að bæta í hjá eldri borgurum og öryrkjum og hvernig við ætlum að byggja upp heilbrigðiskerfi.“ Katrín vill sjá áætlun um hvert við ætlum að vera komin eftir tíu ár. „Við þurfum að taka þverpólitíska ákvörðun sem stendur í gegnum kosningar, sama hver verður ofan á.“Ótti ekki drifkrafturFlóttamannamálin hafa verið mikið í umræðunni og hafa aðgerðir danskra yfirvalda gegn flóttamönnum vakið reiði. „Ég er sjokkeruð og finnst þeir ganga allt of langt. Þarna er verið að taka ákvörðun um að lengja í tíma sem fjölskyldur geta sameinast. Að allir fjármunir sem þú átt yfir x upphæð séu teknir inn í greiðslu til hins opinbera. Þeir taka persónulega muni og allt sem þeir geta metið til einhvers. Mér finnst þetta mjög óhuggulegt. Ég er sjokkeruð yfir því að Danir, þessi fyrrum frjálslynda, opna, glaða þjóð, séu farnir að grípa til svona aðgerða. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefán Löven, segir að þeir muni ekki grípa til þessara ráða. Samt er Svíþjóð búin að taka óhemju mikið af flóttamönnum til sín. Það er einhver ótti í þessu, maður skynjar það. Fólk hefur verið drifið af miklum ótta og ótti er aldrei góður drifkraftur í pólitík.“Vilja taka á móti fleira fólkiKollegar Katrínar í danska Jafnaðarmannaflokknum kusu með lögunum. „Því miður. Ég veit að það er mikil óánægja með þetta innan jafnaðarmannahreyfingarinnar úti um allt. Mér skilst að sem betur fer hafi þeir ekki verið alveg einhuga, það voru einhverjir sem studdu þetta ekki en forystan gerði það. Ég er afar ósátt við það og þetta myndum við ekki gera hér. Við í Samfylkingunni höfum tekið þessi flóttamannamál mjög alvarlega og við viljum taka á móti fleira fólki. Við teljum það skipta máli. Við teljum að íslenskt samfélag þoli það mjög vel. Við munum auðgast af því. Við höfum næga vinnu, við erum með skemmtilegt og fjölbreytt samfélag sem má vel við því að fá aukin utanaðkomandi áhrif.“Útlendingaandúð grasserarHeldurðu að svipuð þróun geti orðið á Íslandi? „Maður heyrir alveg í umræðunni að útlendingaandúð, ef maður getur orðað það þannig, er farin að grassera. Það er áhyggjuefni og við þurfum að taka á því. Það gerum við með því að eiga samtal um þetta. Það er ótrúlega óþægilegt hvað það er mikill jarðvegur fyrir þessa umræðu en sem betur fer er hún í minnihluta.“ Katrín segir að okkur beri skylda til að hjálpa. „Það er bara þannig, ef manneskja þarf að flýja vegna stríðs heima fyrir eða ofsókna eða hvað það er, þá ber okkur sem manneskjum skylda til að hjálpa henni. Það sem bíður þessa fólks heima eru hrakningar og í flestum tilfellum dauði.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent