Rickie Fowler leiðir eftir fyrsta hring á Phoenix Open en hann lék TPC Scottsdale völlinn á 65 höggum eða sex undir pari.
Hann er þó ekki einn í forystu því Írinn Shane Lowry, og Japaninn Hideki Matsuyama, eru einnig á sex höggum undir pari.
Ekki allir náðu að klára fyrsta hring vegna veðurs en skor þátttakenda var þó mjög gott þrátt fyrir það.
Á Evrópumótaröðinni fer fram Omega Dubai Desert Classic á Emirates vellinum en eftir fyrsta hring þar leiðir Svíinn Alex Norren á sex undir pari.
Rory McIlroy er þó ekki langt undan en hann lék fyrsta hring á fjórum undir pari, en hann átti einnig tilþrif dagsins þegar að hann fékk magnaðan fugl á 18. holu eftir að hafa sett upphafshögg sitt í vatnstorfæru.
Bæði Omega Dubai Desert Classic og Phoenix Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér.
