Guardiola segist vera eins og kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2016 18:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola er enn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München og hann er orðinn svolítið þreyttur á því að vera spurður aftur og aftur út í Manchester City. Guardiola mun hætta með lið Bayern München í sumar og færa sig yfir til Englands þar sem hann tekur við liði Manchester City af Manuel Pellegrini. Hann hafnaði nýjum samningi við þýska félagið og tilkynnti í desember að hann væri á förum. Hinn 45 ára gamli Pep Guardiola er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við enska félagið en Pellegrini á samt enn möguleika á því að vinna fernuna með City á þessari leiktíð. Guardiola hefur þrátt fyrir ungan aldur og ekki alltof langan feril unnið þegar 19 titla sem þjálfari Barcelona og Bayern München. Guardiola getur sjálfur enn unnið þrennuna með Bayern München og getur enn mætt verðandi lærisveinum sínum í Manchester City í Meistaradeildinni. Guardiola er samt orðinn frekar þreyttur á spurningum um Manchester City og þá sérstaklega þegar menn forvitnast um hvort að hann geti yfir höfuð einbeitt sér að þjálfun Bayern. „Yrði þetta erfitt. Ég er eins og kona því ég get alveg hugsað um tvo hluti í einu og haft stjórn á báðum aðstæðum. Ég hef mikla hæfileika í það," sagði Pep Guardiola með smá kaldhæðni við blaðmenn á fundi fyrir leik helgarinnar. BBC segir frá. „Ég get ekki sagt eitthvað nýtt um þetta mál í hverri viku. Það eru ennþá fjórir mánuðir í þetta og þetta er ekki vandamál í mínum huga. Blöðin geta haldið áfram að ráðast á mig en ég held bara áfram mínu starfi," sagði Guardiola. „Þjálfurum er ekki sýnd mikil virðing þessa dagana. Það er allstaðar svoleiðis, í Madrid, í Barcelona, í Þýskalandi og á Englandi. Það eru dagblöð, sem menn bera virðingu fyrir, sem hafa ekki spurt mig eina spurningu um fótbolta á þessum þremur árum," sagði Guardiola. „Þetta fylgir víst starfinu. Ég skil það ekki en ég lifi með því," sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Pep Guardiola er enn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München og hann er orðinn svolítið þreyttur á því að vera spurður aftur og aftur út í Manchester City. Guardiola mun hætta með lið Bayern München í sumar og færa sig yfir til Englands þar sem hann tekur við liði Manchester City af Manuel Pellegrini. Hann hafnaði nýjum samningi við þýska félagið og tilkynnti í desember að hann væri á förum. Hinn 45 ára gamli Pep Guardiola er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við enska félagið en Pellegrini á samt enn möguleika á því að vinna fernuna með City á þessari leiktíð. Guardiola hefur þrátt fyrir ungan aldur og ekki alltof langan feril unnið þegar 19 titla sem þjálfari Barcelona og Bayern München. Guardiola getur sjálfur enn unnið þrennuna með Bayern München og getur enn mætt verðandi lærisveinum sínum í Manchester City í Meistaradeildinni. Guardiola er samt orðinn frekar þreyttur á spurningum um Manchester City og þá sérstaklega þegar menn forvitnast um hvort að hann geti yfir höfuð einbeitt sér að þjálfun Bayern. „Yrði þetta erfitt. Ég er eins og kona því ég get alveg hugsað um tvo hluti í einu og haft stjórn á báðum aðstæðum. Ég hef mikla hæfileika í það," sagði Pep Guardiola með smá kaldhæðni við blaðmenn á fundi fyrir leik helgarinnar. BBC segir frá. „Ég get ekki sagt eitthvað nýtt um þetta mál í hverri viku. Það eru ennþá fjórir mánuðir í þetta og þetta er ekki vandamál í mínum huga. Blöðin geta haldið áfram að ráðast á mig en ég held bara áfram mínu starfi," sagði Guardiola. „Þjálfurum er ekki sýnd mikil virðing þessa dagana. Það er allstaðar svoleiðis, í Madrid, í Barcelona, í Þýskalandi og á Englandi. Það eru dagblöð, sem menn bera virðingu fyrir, sem hafa ekki spurt mig eina spurningu um fótbolta á þessum þremur árum," sagði Guardiola. „Þetta fylgir víst starfinu. Ég skil það ekki en ég lifi með því," sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira