Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 20:15 Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“ Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira