Argentínumaðurinn Lionel Messi endaði þá frábært samspil Barcelona með því að skora laglegt mark og hélt að hann hefði komið liði sínu í 1-0 strax á 3. mínútu en svo var þó ekki.
Aðstoðardómarinn dæmdi Messi rangstæðan og því var markið ekki dæmt gilt. Endursýningar af markinu sýndu þó að þetta var rangur dómur.
Barcelona-liðið var þarna búið að sundurspilar Levante-vörnina og það leit út fyrir að þeir höfðu ruglað aðstoðardómarinn í leiðinni.
Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport og hann var ekki sáttur með þessi mistök dómarans enda afar leiðinlegt þegar eitt af samspilsmörkum tímabilsins er dæmt af.
Það er hægt að sjá myndband af markinu hér fyrir neðan og þar sést greinilega að um rangan dóm var að ræða.