Kallaði Trump aumingja og tryllti lýðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 21:53 Jeb Bush berst fyrir lífi sínu. vísir/getty Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira