Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, mun samkvæmt öruggum heimildum 433.is skrifa undir samning hjá Augsburg í þýsku Bundesligunni á morgun.
Alfreð sem verður 27 ára á morgun fór frá gríska félaginu Olympiakos í gær en tækifærin voru af skornum skammti hjá Olympiakos.
Skoraði hann eftirminnilega sigurmark liðsins gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Meistaradeild Evrópu fyrr í vetur.
Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokar á morgun og kemur fram á 433.is að Augsburg muni kaupa Alfreð frá Real Sociedad á Spáni.
Tókst honum heldur ekki að sanna sig í herbúðum spænska félagsins á fyrsta tímabili sínu þar eftir að hafa raðað inn mörkum í Hollandi árið áður.
Alfreð hafnaði tilboði úr MLS-deildinni en Augsburg er í 12. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir tvö markalaus jafntefli í röð.
Alfreð að semja við lið í þýsku deildinni?
