Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku í vináttuleik fimmtudaginn 24. mars, en þetta kemur fram á vef KSÍ.
Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi, en Ísland mætir Grikklandi svo fimm dögum síðar ytra.
Danmörk og Ísland mætast í Herning á heimavelli Danmerkurmeistara FC Mitdjylland og heldur svo til Aþenu eftir leikinn.
Báðir leikirnir eru á Alþjóðlegum leikdögum þannig allir bestu leikmenn Íslands geta tekið þátt.
Hvorki Grikkland né Danmörk verða með á EM í sumar, en aðeins einn leikdagur er óráðinn. Reiknað er með vináttulandsleik sjötta júní sem á helst að vera gegn EM-þjóð.
Næstu þrír vináttuleikir Íslands:
24. mars Danmörk - Ísland
29. mars Grikkland - Ísland
01. júní Noregur - Ísland
