Ráðherra stefnir ekki að því að löggilda starfsheiti húðflúrara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 07:00 16 húðflúrstofur eru starfandi á Íslandi en ekki er vitað hversu margir húðflúra í leyfisleysi og án þess að gefa reksturinn upp til skatts. „Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar. Stjórnmálavísir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
„Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í fréttinni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfirvalda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekkingar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei.Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður FramsóknarflokksinsÍ svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Þar sem fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga fræði um sýkingarhættu, sótthreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Kemur fram að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur ennfremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar.
Stjórnmálavísir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira