Krakkarnir þekkja Eygló núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, keppir í kvöld á sínu fyrsta móti á árinu þegar sundmót Reykjavíkurleikanna hefst í Laugardalslaug. vísir/Stefán Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarðbundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira.Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í baksundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekkert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgreinarnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mótinu danski sundmaðurinn Viktor Bregner Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkurleikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna.Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþróttamaður ársins. Sund Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarðbundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira.Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í baksundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekkert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgreinarnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mótinu danski sundmaðurinn Viktor Bregner Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkurleikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna.Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþróttamaður ársins.
Sund Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum