Stuðningsyfirlýsing Sarah Palin við forsetaframboð Donald Trump hefur vakið gífurlega athygli síðustu daga. Meðal þeirra sem fagna því að stjórnmálakonan steig aftur í sviðsljósið hvað mest eru grínistar. Þáttastjórnandinn Stephen Colbert fagnar manna mest og segir að grínið semji sig sjálft þegar komi að Sarah Palin.
Hann tók sig til nýverið og fór yfir helstu ummæli Palin á fundi stuðningsmanna Trump í vikunni. Þar á eftir lýsir hann yfir stuðningi við alla frambjóðendurna og notar stíl hennar. Óhætt er að segja að útkoman sé skemmtileg.