Barcelona tyllti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 1-2 útisigri á Málaga í dag.
Börsungar eru nú með 48 stig, einu meira en Atletico Madrid sem getur endurheimt toppsætið með sigri á Sevilla á morgun.
Barcelona komst yfir á 2. mínútu þegar Munir El Haddadi skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Juanpi jafnaði metin á 32. mínútu en það var svo Lionel Messi sem tryggði Barcelona stigin þrjú með marki á 51. mínútu.
