Körfuboltakvöld: Stóra Helenu-málið | Myndband 23. janúar 2016 14:21 Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016
Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira