
Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu.
Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram.
Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson.
Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“