Fermingarbróðir í sturtu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Þegar allar sundlaugar borgarinnar hafa verið prófaðar þarf að kanna nýjar lendur. Úr varð bíltúr til Þorlákshafnar um helgina sem býður upp á þessa fínu laug. Í Þorlákshöfn er líka körfuboltalið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrrakvöld. Miðherji liðsins er Ragnar Nathanaelsson. Við krakkarnir köstuðum bolta á milli í innilauginni þegar Natvélin birtist að lokinni æfingu, tyllti sér og fór að klæða sig í skóna. „Þetta er stærsti maður á Íslandi,“ sagði ég við krakkana sem hoppuðu upp úr lauginni og hlupu upp að glerinu sem skildi þau og einstakan Íslending að. „Er þetta hann?“ öskraði fjögurra ára sonurinn svo bergmálaði og benti. Ég reyndi að gera mig lítinn í lauginni og bað yfirspenntan soninn um að hætta að benda. Svo fengu þau að heyra meira um körfuboltamanninn frábæra. Krakkar geta verið stórkostlegir, ekki síst hvað varðar vandræðaleg en bráðfyndin augnablik, eftir á hið minnsta. Líklega eru tvö ár síðan við feðgarnir stóðum andspænis allsberum manni í sturtunni í Vesturbæjarlauginni. Allt í einu sprettur af vörum sonarins svo allir heyra: „Pabbi, þessi maður er með stór …“ og bendir á það sem ég taldi vera fermingarbróður Eiríks Jónssonar, þess af Séð og heyrt. Sem betur fer lauk setningunni með „… stóra bumbu!“ og mér var snarlega létt. Kannski Eiríki líka. Dóttirin sem bráðum verður sex ára minnti mig svo rækilega á að ég þarf að fara að huga að því að geta svarað erfiðum spurningum. Eftir fullyrðingu um að mamma hennar hefði búið sig til þar sem ég svaraði að ég hefði nú líka hjálpað kom eðlileg spurning. „Hvað gerðir þú?“ Eitthvað stóð á svörum hjá mér en það skipti engu enda hafði framhaldsspurningin þegar fæðst: „Bjóst þú til hárið okkar?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Þegar allar sundlaugar borgarinnar hafa verið prófaðar þarf að kanna nýjar lendur. Úr varð bíltúr til Þorlákshafnar um helgina sem býður upp á þessa fínu laug. Í Þorlákshöfn er líka körfuboltalið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrrakvöld. Miðherji liðsins er Ragnar Nathanaelsson. Við krakkarnir köstuðum bolta á milli í innilauginni þegar Natvélin birtist að lokinni æfingu, tyllti sér og fór að klæða sig í skóna. „Þetta er stærsti maður á Íslandi,“ sagði ég við krakkana sem hoppuðu upp úr lauginni og hlupu upp að glerinu sem skildi þau og einstakan Íslending að. „Er þetta hann?“ öskraði fjögurra ára sonurinn svo bergmálaði og benti. Ég reyndi að gera mig lítinn í lauginni og bað yfirspenntan soninn um að hætta að benda. Svo fengu þau að heyra meira um körfuboltamanninn frábæra. Krakkar geta verið stórkostlegir, ekki síst hvað varðar vandræðaleg en bráðfyndin augnablik, eftir á hið minnsta. Líklega eru tvö ár síðan við feðgarnir stóðum andspænis allsberum manni í sturtunni í Vesturbæjarlauginni. Allt í einu sprettur af vörum sonarins svo allir heyra: „Pabbi, þessi maður er með stór …“ og bendir á það sem ég taldi vera fermingarbróður Eiríks Jónssonar, þess af Séð og heyrt. Sem betur fer lauk setningunni með „… stóra bumbu!“ og mér var snarlega létt. Kannski Eiríki líka. Dóttirin sem bráðum verður sex ára minnti mig svo rækilega á að ég þarf að fara að huga að því að geta svarað erfiðum spurningum. Eftir fullyrðingu um að mamma hennar hefði búið sig til þar sem ég svaraði að ég hefði nú líka hjálpað kom eðlileg spurning. „Hvað gerðir þú?“ Eitthvað stóð á svörum hjá mér en það skipti engu enda hafði framhaldsspurningin þegar fæðst: „Bjóst þú til hárið okkar?“
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun