Menntamálaráðherra vill ekki að Alþingi úthluti listamannalaunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 20:00 Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.
Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
„Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47