Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 23:50 Allt að annar hver flóttamaður sem kom til Svíþjóðar í fyrra getur átt von á því að vera fluttir á brott. vísir/getty Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs. Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31
Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36
44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45
„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56