Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2016 13:45 Aron og Alfreð er þeir voru báðir enn hjá Kiel. vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá á Vesprém að hafa hafnað tilboði Kiel í Aron upp á 426 milljónir króna. Því hafi Kiel hækkað tilboðið í 711 milljónir. Ef Aron yrði seldur á þessu verði yrði hann langdýrasti leikmaður heims. Nikola Karabatic var seldur frá Barcelona til PSG á 284 milljónir króna. Slíkar tölur hafa ekki verið í umræðunni í handboltaheiminum áður.Alfreð líflegur á hliðarlínunni.vísir/getty„Ég veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er,“ segir Alfreð Gíslason er Vísir spurði hann út í málið í dag. „Eina sem ég get sagt um málið er að við viljum fá Aron einhvern tímann til baka en við höfum ekki gert Veszprém neitt tilboð í hann. Við höfum ekki einu sinni rætt við Veszprém um Aron þannig að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Aron fór síðastliðið sumar frá Kiel til Veszprém. Meðal annars vegna þess að ungverska liðið gat boðið honum betri kjör. „Ég hefði gaman af því að vita hver þessi heimildarmaður er. Hann hefur væntanlega verið á tólfta bjórglasi í stúkunni í Póllandi. En varðandi Aron þá er það ekkert leyndarmál að ég vildi aldrei missa hann og í öðru lagi vil ég fá hann til baka eins og ég segi. Þetta er ekkert í umræðunni enda er Veszprém væntanlega ekkert að fara að gefa hann frá sér,“ segir Alfreð. En myndi félagið greiða 700 milljónir króna fyrir leikmann? „Við myndum aldrei gera það. Þetta er algjört kjaftæði.“ Handbolti Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá á Vesprém að hafa hafnað tilboði Kiel í Aron upp á 426 milljónir króna. Því hafi Kiel hækkað tilboðið í 711 milljónir. Ef Aron yrði seldur á þessu verði yrði hann langdýrasti leikmaður heims. Nikola Karabatic var seldur frá Barcelona til PSG á 284 milljónir króna. Slíkar tölur hafa ekki verið í umræðunni í handboltaheiminum áður.Alfreð líflegur á hliðarlínunni.vísir/getty„Ég veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er,“ segir Alfreð Gíslason er Vísir spurði hann út í málið í dag. „Eina sem ég get sagt um málið er að við viljum fá Aron einhvern tímann til baka en við höfum ekki gert Veszprém neitt tilboð í hann. Við höfum ekki einu sinni rætt við Veszprém um Aron þannig að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Aron fór síðastliðið sumar frá Kiel til Veszprém. Meðal annars vegna þess að ungverska liðið gat boðið honum betri kjör. „Ég hefði gaman af því að vita hver þessi heimildarmaður er. Hann hefur væntanlega verið á tólfta bjórglasi í stúkunni í Póllandi. En varðandi Aron þá er það ekkert leyndarmál að ég vildi aldrei missa hann og í öðru lagi vil ég fá hann til baka eins og ég segi. Þetta er ekkert í umræðunni enda er Veszprém væntanlega ekkert að fara að gefa hann frá sér,“ segir Alfreð. En myndi félagið greiða 700 milljónir króna fyrir leikmann? „Við myndum aldrei gera það. Þetta er algjört kjaftæði.“
Handbolti Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira