Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2016 13:45 Aron og Alfreð er þeir voru báðir enn hjá Kiel. vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá á Vesprém að hafa hafnað tilboði Kiel í Aron upp á 426 milljónir króna. Því hafi Kiel hækkað tilboðið í 711 milljónir. Ef Aron yrði seldur á þessu verði yrði hann langdýrasti leikmaður heims. Nikola Karabatic var seldur frá Barcelona til PSG á 284 milljónir króna. Slíkar tölur hafa ekki verið í umræðunni í handboltaheiminum áður.Alfreð líflegur á hliðarlínunni.vísir/getty„Ég veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er,“ segir Alfreð Gíslason er Vísir spurði hann út í málið í dag. „Eina sem ég get sagt um málið er að við viljum fá Aron einhvern tímann til baka en við höfum ekki gert Veszprém neitt tilboð í hann. Við höfum ekki einu sinni rætt við Veszprém um Aron þannig að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Aron fór síðastliðið sumar frá Kiel til Veszprém. Meðal annars vegna þess að ungverska liðið gat boðið honum betri kjör. „Ég hefði gaman af því að vita hver þessi heimildarmaður er. Hann hefur væntanlega verið á tólfta bjórglasi í stúkunni í Póllandi. En varðandi Aron þá er það ekkert leyndarmál að ég vildi aldrei missa hann og í öðru lagi vil ég fá hann til baka eins og ég segi. Þetta er ekkert í umræðunni enda er Veszprém væntanlega ekkert að fara að gefa hann frá sér,“ segir Alfreð. En myndi félagið greiða 700 milljónir króna fyrir leikmann? „Við myndum aldrei gera það. Þetta er algjört kjaftæði.“ Handbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá á Vesprém að hafa hafnað tilboði Kiel í Aron upp á 426 milljónir króna. Því hafi Kiel hækkað tilboðið í 711 milljónir. Ef Aron yrði seldur á þessu verði yrði hann langdýrasti leikmaður heims. Nikola Karabatic var seldur frá Barcelona til PSG á 284 milljónir króna. Slíkar tölur hafa ekki verið í umræðunni í handboltaheiminum áður.Alfreð líflegur á hliðarlínunni.vísir/getty„Ég veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er,“ segir Alfreð Gíslason er Vísir spurði hann út í málið í dag. „Eina sem ég get sagt um málið er að við viljum fá Aron einhvern tímann til baka en við höfum ekki gert Veszprém neitt tilboð í hann. Við höfum ekki einu sinni rætt við Veszprém um Aron þannig að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Aron fór síðastliðið sumar frá Kiel til Veszprém. Meðal annars vegna þess að ungverska liðið gat boðið honum betri kjör. „Ég hefði gaman af því að vita hver þessi heimildarmaður er. Hann hefur væntanlega verið á tólfta bjórglasi í stúkunni í Póllandi. En varðandi Aron þá er það ekkert leyndarmál að ég vildi aldrei missa hann og í öðru lagi vil ég fá hann til baka eins og ég segi. Þetta er ekkert í umræðunni enda er Veszprém væntanlega ekkert að fara að gefa hann frá sér,“ segir Alfreð. En myndi félagið greiða 700 milljónir króna fyrir leikmann? „Við myndum aldrei gera það. Þetta er algjört kjaftæði.“
Handbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira