Valencia tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar með 1-0 sigri á Las Palmas í kvöld og 2-1 samanlagt. Rodrigo skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu og dugði það til sigurs.
Í hinum leik kvöldsins hafði Sevilla betur gegn B-deildarliðinu Mirandes, 3-0, og 5-0 samanlagt.
Valencia, Sevilla, Barcelona og Celta Vigo eru þar með komin áfram í undanúrslit keppninnar.
Valencia og Sevilla í undanúrslitin

Tengdar fréttir

Barcelona áfram en Atletico úr leik
Börsungar á fínni siglingu í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu.