Fótbolti

Samningaviðræður Udinese og Verona um kaup á Emil sagðar vera á lokastigi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Vísir/Getty
Ítalska stórblaðið La Gazzetta dello Sport segir allt benda til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verði orðinn leikmaður Udinese áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Samkvæmt nýjustu fréttum eru Udinese og Hellas Verona ekki búin að ná samkomulagi um kaupverð á íslenska miðjumanninum.

Pozzo fjöldskyldan á Udinese og á að hafa boði eina milljón evra í Emil og ítalskir netmiðlar hafa heimildir fyrir því að Emil hafi náð samkomulagi um kaup og kjör. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Emil verði orðinn leikmaður Udinese um leið og félögin semja um kaupverðir.

Emil Hallfreðsson hefur spilað með Hellas Verona frá 2010 þar af í A-deildinni undanfarin tvö og hálft tímabil. Hann hefur einnig spilað með Reggina.

Udinese er í 15. sæti ítölsku deildarinnar, fjórtán stigum og fimm sætum ofar en Hellas Verona sem situr í neðsta sætinu.  Hellas Verona er í mjög slæmum málum og það bendir allt til þess að liðið spili í b-deildinni á næstu leiktíð.

Udinese er frá Udine, sem er nálægt landsmærum Slóveníu og í rúmlega tveggja tíma fjarlægð frá Verona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×