Spieth jafnaði Tiger Woods Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 11:30 Jordan Spieth með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira