Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri í samtali við fréttastofu.
Sigríður segir að mál mannins verði rannsakað af nefnd sérfróðra manna sem taki afstöðu til þess hvort rétt sé að veita lausn að fullu eða láta viðkomandi taka aftur við embætti.
Ákvörðun lögreglustjóra er kæranleg til innanríkisráðherra innan þriggja mánaða frá og með deginum í dag.
Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum

Tengdar fréttir

Þrálátur orðrómur um leka vakti grun
Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn.

Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm
Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni.

Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga
Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag.

Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi
Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar.

Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum
Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar.