Hæstiréttur tekur sinn tíma í staðfestingu gæsluvarðhalds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 09:30 Hæstiréttur tekur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir þegar málsaðilar taka þá ákvörðun að áfrýja niðurstöðunni úr héraðsdómi. Vísir/GVA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08
Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52